Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Launaliðir eru hjartað í hverju launakerfi en ýmsar stillingar eru á hverjum og einum launalið sem ákvarða eiginleika hans og hvernig afreiknaðar færslur á borð við launatengd gjöld skulu reiknast. Aldrei má eyða út launalið sem hefur verið notaður í útborgun.

...

Reikningur

Stillt er á hvern launalið hvaða afreiknuðu færslur skuli reiknast. Aðrar stillingar geta haft áhrif til viðbótar.

Eftirfarandi reiknar eru í boði:

100 Staðgreiðsla - staðgreiðsluliðir 9141 og 9142 reiknast af þessum launalið út frá stillingum í Skatthlutföllum.

110 Staðgreiðslu afsláttur - afsláttarliðir 9110, 9111, 9120 og 9121 reiknast af þessum launalið ef starfsmaður er með skráð skattkort.

200 Orlofsútreikningur - launaliðir 9210 Orlof á laun eða 9280 Orlofstímar reiknast af þessum launalið eftir skráningum í orlofsspjald starfsmanns og reiknitegund launaliðar.

300 Lífeyrissjóður - launaliðir 9300 til 9399 reiknast á þennan launalið, eftir þeim sjóði sem skráður er á starfsmann.

400 Stéttarfélag - launaliðir 9400 til 9499 reiknast á þennan launalið, eftir því félagi  sem skráð er á starfsmann..

500 Tryggingagjald - launaliður 9501 reiknast á þennan launalið.

600 Gjaldheimtugjöld - færir þennan launalið inn í 75% reikniregluna í reiknivélinni.

700 Stöðugildi - reiknar greidd stöðugildi í útborgun, athuga að rétt merking sé í Einingar/Tímar. Ath. líka að ef launaliður er merkt tímar, þá þarf starfsmaður að vera með skráða tíma í Vinnutímaspjaldið, því það er notað til að finna rétta deilitölu.

...

Launaliðir - Texti


Launaliðir - Greining

Page Tree
root@self