Aldurshækkanir - Hækkun

Til þess að keyra aldurshækkanir á starfsmenn er farið í Aldurshækkanir á launahring. 

Þá kemur upp aðgerðalína fyrir hækkanirnar. Smellt er á Hækka

Í valskjá er hægt að takmarka hækkanirnar við ákveðna launatöflu, skipulagseiningu, launamann og/eða launafulltrúa. Einnig er hægt að velja hækkunartegundir, þ.e. þrepa-, launaflokka-, orlofsflokk- og/eða álags- og aukaflokkahækkun. Síðan er smellt á Hækka hnappinn. 

Athugið að ekki má keyra saman Launaflokkahækkun eða Þrepahækkun með Álags og aukaflokkahækkun.

 

Dagsetning í Viðm.eftirá og Viðm.fyrirfram er sú dagsetning sem útreikningur starfsaldurs eða lífaldurs miðast við.  Í þessu dæmi miðast við starfsaldur sem búið er að ná 31.10.2023.  Setja þarf inn forsendur bæði fyrir eftirá og fyrirfram þó ekki séu neinir starfsmenn innan fyrirtækisins með greiðsluform fyrirfram.

Dagsetning í Gildir frá eftirá og fyrirfram er sú dagsetning sem nýja spjaldið gildir frá.

Upp kemur aðgerðarsaga þar sem fram kemur hversu margar og hvaða hækkanir lagt er til að verði framkvæmdar. Eftir það er farið í Skoða á aðgerðalínunni. Athugið að engar breytingar eru vistaðar fyrr en smellt hefur verið á hnappinn Geyma, eða hækkun framkvæmd með notkun aðgerðarhjóls síðar í ferlinu.

 

Upp kemur listi með öllum þeim starfsmönnum sem kerfið stingur upp á að hækka. Það sést hvernig gögnin þeirra voru áður og hvernig þau yrðu eftir hækkun. Rautt letur er á þeim gögnum sem eiga við eftir hækkun. 

Ef það á ekki að hækka einhverja tiltekna einstaklinga á listanum þá er hægt að haka við Sleppa fyrir þá einstaklinga.

Til að sjá nánari upplýsingar um hækkun einstakra starfsmanna er viðkomandi starfsmaður valinn og smellt á á tækjaslá listans. Þá er hægt að sjá upplýsingar um hverja hækkun fyrir sig. 

 

Það getur komið fyrir að búið sé að skrá nýtt grunnlaunaspjald fram í tímann hjá starfsmanni þegar viðkomandi kemur upp í aldurshækkanatillögu. Í slíku tilfelli kemur nú rauðletruð athugasemd við nafn viðkomandi starfsmanns.

Ef þetta kemur fyrir, þá þarf að haka við að sleppa skuli viðkomandi starfsmanni í aldurshækkunum og handskrá breytinguna ef hún á í raun við.

Ef hækkunin er keyrð þrátt fyrir þessa viðvörun, þá verða til tvær færslur með gildistíma til 31.12.9999 og það er ekki leyfilegt í grunnlaunaspjaldi.

Þegar búið er að yfirfara listann er farið í aðgerðarhjólið í stikunni  og valið Geyma aldurshækkun í spjöld.

 

Við þessa aðgerð stofnast ný grunnlauna- og orlofsspjöld á þá starfsmenn sem um ræðir m.v. þær hækkanir sem áttu sér stað. Í þeim spjöldum, sem verða til við svona aldurshækkun, er að finna linkinn Skoða síðustu aldurshækkun þar sem hægt er að sjá nánari upplýsingar um hækkunina sem framkvæmd var. 

 

Ef hækkun var vistuð hjá starfsmanni með athugasemdinni Þessi starfsmaður á færslu í spjaldi í gildi fram í tímann. Handlaga þarf starfsmanninn svo aldurshækkunn virki rétt þá lítur grunnlaunaspjaldið svona út: