7. Gjaldheimtur í Skila

Mappan Gjaldheimtur inniheldur skilagreinar fyrir Innheimtur. 

Gjaldheimtugjöld eru eftirfarandi gjöld:

  • Gjöld utan staðgreiðslu (opinber gjöld) sem skilað er til Skattsins.

  • Meðlag sem skilað er til Sýslumannsins á Norðurlandi vestra.

  • Mögulega gjöld sem skilað er til launagreiðandans sjálfs.

  • Mögulega gjöld sem skilað er til starfsmannafélags fyrirtækisins,.

Gjaldheimtugjöld eiga það flest sammerkt að þeim er ekki hægt að skila með vefskilum. Þau þarf að skrifa í skrá og senda með tölvupósti.

Ef senda skal gjöld með tölvupósti þá þarf að skilgreina það á gjaldheimtunum sjálfum.

Hægt er að vista inn í Kjarna hvar skrár skuli vistast. Ef það er ekki gert þá man Kjarni síðustu skráningu.

Til að vista niður skráarsvæði er farið í Flipann Stillingar og þar í Gildi.

Skipunin sem skrifuð er í reitinn Nafn er PayFee.DiskPath.
Kódi er notaður til að auðvelda leit, nafnið gæti t.d. verið Skráarslóð.
Gildi er skráarslóð ásamt heiti skrár, t.d. G:\Kjarni\@PayCompanyName\@PayID_gjaldheimta.txt (@PayCompanyName sækir heiti fyrirtækis, PayID sækir númer útborgunar)