Farið í Kjarni>Laun>Aðgerðir> send vefskil,  þar er hægt að skoða vefskil sem hafa verið  send og sjá hvert þau fóru, hvenær og með hvaða upplýsingum.

Upp kemur valskjár þar sem hægt er að leita eftir útborgunum, innheimtuaðilum, dagsetningum og tegundum vefskila.


Athugið að númer innheimtuaðila og sjóðs er rafrænt númer stofnunar. Sem dæmi, ef skoða á sendingar til stéttarfélagsins VR sem er númer 511 þá þarf að skrá inn rafræna númerið þeirra 2511 í svæðið Sjóður.

Á skjánum opnast nú nýr flipi - Sendingar vefskila, þar sem hver sending kemur sem ein lína. Til að skoða sendingu nánar er tvísmellt á línuna.

Sendingin opnast í spretti glugga sem skipt er upp í almennar upplýsingar um sendinguna og fjóra flipa þar fyrir neðan.

Síðasti flipinn Skilyrði eru skilyrði sendingar á tæknimáli.