Útgáfa 20.4.3
Útgáfudagur 1. október 2020
Launaliðir - áætlun skráð sem
Undir flipanum “Greining” á launaliðum er svæði sem heitir “Áætlun skráð sem”. Þetta svæði hefur nú verið virkjað þannig að hægt er að breyta útfrá hvaða gildum hægt er að skrá á launaliðinn í áætlun.
Heiti póstnúmer birtist ekki
Heiti póstnúmera var hætt að birtast í Kjarna. Það hefur nú verið lagfært.
Starfsmaður í áætlun, færslur birtast ekki á vef.
Ef að starfsmaður var með ráðningarmerkinguna “Í áætlun” voru skráðar færslur ekki að birtast eða vistast í launaáætlun á vef.
Þetta hefur nú verið lagfært.
Lookup villur.
Það voru að koma upp villur við ýmsar aðgerðir í Kjarna sem tengdust Lookup vinnslu. Villur voru m.a. að koma upp við innlestur gjaldheimtugjalda og við að reikna laun. Hægt var að komast fram hjá villunum með því að keyra tvær Lookup skipanir.
Þetta hefur nú verið lagfært.