Laun 3.5.2

Ávinnslur sóttar (APPAIL-2073)

Staðfesting kemur upp á skjáin þegar ávinnslur hafa verið sóttar.

Staðgreiðslu skipt á tvö tímabil (APPAIL-2045)

Val er um að skipta launum starfsmanns upp á tvö tímabil og reiknast þá staðgreiðsla fyrir bæði fyrirfram og eftirá í sitthvoru lagi á sama starfsmannanúmeri.

Verkefni á kostnaðarstöð (APPAIL-2094)

Verknúmer er hægt að skrá á kostnðarstöð og nýta til bókunar. Öll laun og launatengdgjöld sem tilheyra kostnaðarstöðinni bókast þá með verknúmerinu sem skráð er á kostnaðarstöðina.

Reikniliðahópar á launatöflu (APPAIL-2102)

Yfirskrifa má launaliði þannig að hægt er að nota sömu uppsetningu reikniliða fyrir mismunandi launaliði í „Launaliður inn" og „Launaliður út".

Undanskilja reikning fastra gjalda og persónuafslátt (APPAIL-2096)

Fyrir einstaka útborgun er hægt að undanskila reikning á nýtingu persónuafsláttar og fastra gjalda í lífeyrissjóði,stéttarfélög og gjaldheimtur.

Iðgjald lífeyrissjóðs í staðgreiðslustofn (APPAIL-2012)

Í útreikningi lækkar staðgreiðslustofninn ekki um meira en 4% þrátt fyrir að starfsmaður greiði hærra iðgjald.

Greiðsluform fastra launaliða (APPAIL-2053)

Hægt er að sækja fasta launaliði út frá greiðsluformi fastra launaliða.

Frádráttur af orlofi í banka (APPAIL-2041)

Val er um að draga frá staðgreiðslu,iðgjald í lífeyrissjóð og stéttarfélag af orlofi frá þeirri upphæð sem fer inn á orlofsreikning.

Ávinnslur sóttar í opna útborgun (APPAIL-1822)

Hægt er að sækja ávinnslur í lokaðar útborganir ásamt opinni útborgun.