Ráðningar 3.5.1

Leitarmöguleika bætt í umsækjendatré

Leitarmöguleika hefur verið bætt í umsækjendatréð þannig að þar er nú hægt að leita að umsækjanda eftir nafni.

Dagsetningasvæði á vef ótengd

Dagsetningarsvæði á vef, frá og til, voru tengd hvort öðru þannig að ef dagsetning var valin í fyrra svæðinu og svo í því seinna þá breytti dagsetningin í seinna svæðinu dagsetningunni í því fyrra. Þetta hefur verið lagað.

Form á dagsetningarsvæði á vef

Bætt var inn tékki þannig að umsækjandi skrái inn dagsetningu á vef á réttu formi.

Aðgerðin – Breyta stöðu umsóknar

Aðgerðinni Breyta stöðu umsóknar hefur verið bætt við listann Umsóknir þannig að þar er nú hægt að velja marga umsækjendur og breyta Stöðu umsóknar á þeim öllum í einu lagi, t.d. merkja þá með stöðuna Viðtal. Þessi nýja aðgerð er aðgengileg í aðgerðarhnappinum og sýnir lista yfir stöðu umsóknar m.v. þau gildi sem til eru á kerfi viðskiptavinar.

Heildaryfirlit umsækjanda

Heildaryfirliti umsækjanda hefur verið bætt við kerfið en þar er hægt að nálgast á einni skjámynd allar helstu upplýsingar um umsækjanda, s.s. þær umsóknir sem hann hefur sótt um, menntun hans og starfsferil, samskiptasögu og þau viðhengi sem hann hefur tengt á sig. Heildaryfirlitið er aðgengilegt þegar tvísmellt er á nafn umsækjanda í Umsækjendatré en einnig verður heildaryfirlitið tengt inn á fleiri staði í kerfinu.

Tegundum bréfa bætt í hliðarvalmynd

Lista yfirTegundir bréfa hefur verið bætt í hliðarvalmyndina.

Stöðu auglýsinga bætt í hliðarvalmynd

Lista yfir Stöðu auglýsinga hefur verið bætt í hliðarvalmyndina.