Hliðarvalmynd

Þegar Kjarni er opnaður birtist hliðarvalmyndin vinstra megin og valstikan þar undir.

Valstika

Í valstikunni eru fliparnir Kjarni, Starfsmenn, útborganir, Skipurit og Möppur.


Kjarni

Kjarni: Undir valstikunni Kjarni opnast hliðarvalmyndin þar sem kerfishlutarnir eru opnaðir.
Starfsmenn

Starfsmenn: Undir starfsmenn er listi yfir alla starfsmenn fyrirtækisins. Þaðan er hægt að komast í spjöld valins starfsmanns. Listinn keyrir aðeins upp starfsmenn sem eru með gilda færslu í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis, þ.e.a.s. starfsmenn sem eru á launaskrá. 


Listinn er settur upp í stafrófsröð en notendur geta breytt uppröðuninni hjá sér með því að hægri smella og velja viðeigandi uppröðun undir flokkun. Ef smellt er á Birta hætta starfsmenn birtast allir starfsmenn sem hafa verið skráðir í kerfið í listanum.

 

Útborganir

Útborganir: Undir útborganir er listi yfir allar útborganir

í Kjarna, bæði opnar og lokaðar.

Í Stillingar Gildi er hægt að stilla hvernig röðunin er í

útborgunartré hjá hverjun notanda fyrir sig.  T.d ef notandi

er bara að vinna með eitt fyrirtæki af mörgum er hægt að stilla útborgunartré  þannig að notandi sér bara það fyrirtæki sem

hann er að vinna með. 

PayUser.TreeList Pay.TreeList.PayYear=2020,2019;

PayType=1;folder=company,year,status,month

Þessi stilling sýnir launaár 2020 og 2019, útborganir af

tegundinni laun þ.,e ekki áætlun

Ef hægri smellt er á ákveðna útborgun opnast valmynd þar

sem hægt er að velja ýmsar aðgerðir sem tengjast beint þeirri

útborgun sem hægri smellt var á. Þannig er td.  hægt að velja

útborgun,fara í skrá laun, opna fyrirtækjalista og nálgast

launaseðla fyrir valda útborgun.

Einnig er hægt að velja að sprengja allar útborganir út eða

fella þær saman aftur.

Hægt er að skipta um útborgun með því að tvísmella á

útborgun.

Einnig er hægt að leita í útborgunartrénu með því að slá skilyrði

inn í leitargluggann efst og þar er einnig hægt að fríska tréið

með því að smella á örina til hægri í leitargrlugganum.

Í nýjum valskjá er hægt að velja útborgun í skilyrði með því að

draga útborgun yfir í valskjá.

Skipurit

Undir skipurit birtist skipurit fyrirtækisins eins og það er sett upp í kerfinu og undir hverri skipulagseiningu birtast starfsmenn hennar. 

Ef hægri smellt er á tiltekna skipulagseiningu eða tiltekinn starfsmann er hægt að keyra upp fyrirtækjalista fyrir valda útborgun. Þannig er á einfaldan máta hægt að skoða laun fyrir ákveðna skipulagseiningu eða starfsmann. 

Í nýjum valskjá er hægt að velja skipulagseiningu eða starfsmann í skilyrði með því að draga úr skipuriti yfir í valskjá.  Þegar yfirskipulagseining er dregin yfir þá fylgja allar undirskipulagseiningar með í skilyrði í valskjá

Möppur

Möppur: Undir möppur er að finna þær skýrslur, lista og valmyndir sem búið er að vista í kerfinu. 


Hliðarvalmynd

Undir Kjarni í valstikunni er hægt að komast í helstu aðgerðir í kerfishlutunum MannauðurLaun, ÁætlunRáðningar, Fræðsla, Frammistöðumat og /wiki/spaces/KJAR/pages/49414149. Þar er einnig hægt að komast í Skýrslur, Stofnskrár, Dagpeninga og Viðveru. 


Skýrslur

Skýrslur: Undir skýrslur geta notendur nálgast þær skýrslur sem þeir hafa vistað í kerfinu og þær skýrslur sem búið er að sníða og vista í kerfinu.

Stofnskrár

Undir stofnskrár eru ýmsar stofnupplýsingar kerfisins skráðar og þeim viðhaldið. 

Flestar stofnupplýsingar eru birtar í fleiri en einum kerfishluta. Dæmi: Listi yfir námsstofnanir, gráður og námsgreinar eru notaðir þegar menntun er skráð á núverandi starfsmenn í menntunarspjöld í mannauðshluta kerfisins. Sömu listar eru notaður í ráðningarhluta kerfisins þegar umsækjendur svara spurningum um menntun í umsóknareyðublöðum á netinu.