Tengja skýrslu eða launaseðil á tiltekinn prentara

Í vissum tilvikum getur verið gagnlegt að ákveðnar skýrslur sem innihalda launaupplýsingar eða trúnaðargögn prentist aðeins út á ákveðnum prenturum.

Eftirfarandi ferli aðstoðar við að búa til Stillingar > Gildi sem tengir skýrslur við ákveðna prentara fyrir notendur, hlutverk eða hópa. Ef þarf að breyta þessu gildi eftirá vegna mistaka er alltaf hægt að nálgast það í listanum yfir Stillingar > Gildi. 
Ef breyta þarf prentaranafni er öruggast að eyða gamla gildinu og fara í gegnum neðangreint ferli fyrir nýja prentarann til að tryggja að löglegt prentaranafn sé valið. Hér verður tekið dæmi um hvernig settar eru inn stillingar sem segja til um að launaseðlar skulu aðeins prentast út á ákveðinn prentara. 

Dæmi: Tengja launaseðla við ákveðinn prentara

Farið er í Aðgerðir flipann og valið Tengja við skýrslu

Í þessi dæmi er skýrslan Launaseðlar.  Skrifað er þá í reitinn Skýrsla Launseðlar og í reitnum Prentari er valinn sá prentari sem launaseðlarnir eiga að prentast á og ýtt á Stofna. 

Síðasta skrefið er svo að tengja þessa prentarastillingu við ákveðinn notanda, hóp eða hlutverk ef þarf. Ef stillingin á að gilda fyrir alla notendur er ýtt á „Geyma og loka" án nokkurra breytinga í þessum glugga. 

Eftir þessa aðgerð stofnast eftirfarandi færsla í Stillingar > Gildi sem vísar til þess að launaseðlar séu alltaf prentaðir á þennan tiltekna prentara. 

Það sama er hægt að gera með allar skýrslur í kerfinu.