Spjöld í mannauðshlutanum

Í mannauðshlutanum er haldið utan um allar grunnupplýsingar starfsmanna í spjöldum þar sem hvert spjald heldur utan um ákveðnar upplýsingar. Það að geyma ákveðnar upplýsingar í spjöldum gerir kerfinu kleift að geyma upplýsingarnar á mismunandi dagsetningum. Það er því hægt að skrá upplýsingar fram í tímann og ekki þarf að muna eftir að skrá gögn þegar þar að kemur. Þetta einfaldar líka samanburð á öllum gögnum á milli ára. Spjöld starfsmanna eru aðgengileg í gegnum starfsmannatréð.

Spjöldin koma með stöðluðu útliti, en notendur geta breytt þeim að vild. Eftirfarandi er dæmi um hvernig bætt er við einu svæði í spjaldið Orlof.

Hægri smellt er í spjald og valið Customize Layout. Þá opnast sprettigluggi með þeim möguleikum sem eru í boði.


Svæði er dregið inn, t.d. "Orlofsflokkur féð" í spjaldinu "Orlof"


Breyting vistuð með tákni í tækjaslá - blað með blíanti "Geyma glugga sniðmát"

Sprettigluggi með Skilaboðum opnast og þar er valið Geyma.



Sjá video um spjöld í mannauðshluta

Mannauður -Spjöld.mp4