Stofna starfsmann

Þegar búið er að tryggja að staðan og það starf sem nýr starfsmaður á að gegna sé til er hægt að stofna viðkomandi í kerfið.


Nýr starfsmaður er stofnaður undir Kjarni > Mannauður > Stofna starfsmann. Þegar smellt er á Stofna starfsmann opnast verkferli sem leiðir notanda í gegnum öll spjöld starfsmannsins.

Einnig er hægt að stofna starfsmann í gegnum Kjarni > Mannauður > Flýtiráðning, þar sem öll helstu svæðin eru birt á einum og sama skjánum.

Ef starfsmaður er stofnaður í gegnum verkferlið Stofna starfsmann þá hefur starfsmaður stofnast í kerfinu um leið og búið er að slá inn upplýsingar um starfsmann í fyrsta spjaldið og ýta á áfram. Eftir það er hægt að hætta í ferlinu og fara aftur inn í það hvenær sem er. 

Ef þú hættir í ferlinu og klárar ekki að fara í gegnum öll spjöldin, þá getur þú farið aftur í ferilinn Stofna starfsmann, ferð þar í reitinn Finna og leitar að þeim starfsmanni sem þú ætlar að vinna með. Þú getur þá haldið áfram og skráð í þau spjöld sem vantar upp á.

ATH. ef að notandi flettir upp öðrum starfsmanni á meðan hann er í miðju ferli að stofna starfsmann þá er númer þess starfsmanns komið inn í minnið og ferlið heldur áfram með það númer.  Það er því mikilvægt ef þetta er gert að loka ferlinu og byrja uppá nýtt með því að sækja starfsmanninn sem verið var að stofna með "Finna"


Hér má sjá video með leiðbeiningum hvernig hægt er að stofna starfsmann í Kjarna:

Stofna starfsmann

Stofna starfsmann - Flýtiráðning