Loka starfsmanni í Kjarna
Þegar starfsmaður lætur af störfum hjá fyrirtæki er að ýmsu að hyggja í kerfinu bæði að því sem snýr að uppgjöri launa og öðru.
Þegar starfsmaður lætur af störfum þarf að setja endadagsetningu á færslur í eftirfarandi spjöldum.
Tenging innan fyrirtækis | |
---|---|
Best er að afrita gildandi færslu og setja inn ný gildi í afrituðu færsluna. Breyta þarf ráðningarmerkingu, tegund ráðningar heldur sér yfirleitt og síðan þarf að gefa ástæður starfsloka. Það er einungis sett inn fyrir skýrslugjöf.
| |
Þegar ýtt er á Vista og loka kemur kerfið upp með eftirfarandi athugasemd ef að starfsmaður er með laun í lokuðum útborgunum. |
Grunnlaun | |
---|---|
Setja þarf endadagsetningu á gildandi færslu í Grunnlaunaspjaldinu. Endadagsetningin á að vera daginn eftir síðustu útborgun starfsmanns. | |