Stéttarfélag
Í spjaldinu stéttarfélög er skráð inn það félag sem starfsmaður greiðir félagsgjöld til. Áður en hægt er að skrá í spjaldið þarf að vera búið að stofna stéttarfélögin í kerfinu.
Ef starfsmaður greiðir í fleiri félög, myndast listi í svæðinu hægra megin. Smellt er á línu til að fá nánari upplýsingar um það félag. Ef bæta þarf við félagi er eldri lína afrituð og færslu breytt. Ef eyða þarf línu (félagi) þá er línan valin í listanum og smellt á rauðan mínus í tækjaslá og breytingin vistuð.
Gildir frá - Gildir til Til þess að færsla í spjaldi launamanns reiknist í útborguninni þarf hún að vera í gildi einhverntíman í bókunarmánuði útborgunar. Bókunarmánuður útborgunar ræður því hvaða færsla í spjaldi er notuð. Ef verið er að leiðrétta laun afturvirkt þá reiknast í það félag sem starfsmaðurinn er í þegar leiðréttingin er greidd færsludagsetningar hafa þá ekki áhrif. Ef hins vegar á að reikna í sama félag og var í gildi á tímabilinu sem verið er að leiðrétta er hægt er að setja inn stillingu í Stillingar - Gildi Xap.DontUseBookDate4Cards og true í gildi Til að skoða forsendur útreiknings í viðkomandi stéttarfélagi er hægt að halda niðri Ctrl hnappinum og smella punktana 3 við númer félagsins, þá opnast spjald viðkomandi stéttarfélags |