Gjaldheimtugjöld

 

 

image-20250127-093622.png

 

Í þetta spjald eru skráð opinber gjöld, eins og gjöld utan staðgreiðslu

Til að stofna nýja færslu í spjaldi eru notaðir viðeigandi aðgerðarhnappar í tækjastiku. Sjá nánar hér.

 

 

 

 

 

 

 

image-20250127-095915.png

 

Áður en slegið er inn í spjaldið þarf að vera búið að stofna innheimtuaðila.

Nr. innheimtu stýrir því hvar gjöld eru bókuð og hvert þau eru send.

image-20250127-095654.png

 

Valinn er viðeigandi launaliður með því að smella á punktalínuna. Nafnið á launaliðnum birtist í dálknum við hliðina.

image-20250127-101133.png

 

Algengast er að unnið sé með tegundina "Eingreiðsla" fyrir Gjaldheimtugjöld þar sem yfirleitt er lesin inn skrá frá Skattinum sem á aðeins við einu sinni.

 

image-20250127-100334.png

 

  • Heild/Fasti/Eingr. - í þetta svæði er slegin inn heildartala skuldar eða þá fjárhæð sem á að draga af sem Fasta eða Eingreiðslu.

  • Fyrsta greiðsla - Þarna er skráð ef verið er að vinna með Dreifðar greiðslur og sú fyrsta er frábrugðin hinum.

  • Aðrar greiðslur - Sú fjárhæð sem dregin er af eftir fyrstu greiðslu osfrv.

  • Eldri skuld - Eftirstöðvar dreifðarar greiðslu

  • Þegar greitt - Sú fjárhæð sem launþegi hefur þegar greitt.

  • Greiðsluröð - ef margar línur eru í gildi á sama tíma er hægt að setja á greiðsluröð.

image-20250127-100227.png

 

Þessar dagsetningar ráða því hvort spjaldið er skoðað í launakeyrslu og verður því að passa að sama dagsetning sé í báðum línum.

 

image-20250127-100825.png

 

ATH!
Gjöld utan staðgreiðslu er einnig hægt að lesa inn á marga starfsmenn með bunkainnlestri.

image-20250127-100940.png

 

Eldri gjöldum er hægt að eyða með aðgerð í hliðarvali Kjarni > Laun > Breyta / Eyða gjöldum.

 

 

 

Related content