Stofna

Stofna

image-20250121-130144.png

 

Áður en vinnsla við útborgun getur hafist þarf að stofna nýja útborgun í kerfinu.

Það er gert með því að smella á ‘Stofna’í launahringnum.

Þá opnast gluggi með upplýsingum úr þeirri útborgun sem er valin í fellivali efst í vinstra horni skjámyndar

Fyrirtæki útborgun

 

image-20250121-115335.png

 

Fyrirtæki nr. Sjálfkrafa kemur það fyrirtæki sem er valið í kerfinu, hægt er að breyta um fyrirtæki með því að fara í punktana þrjá.

Ár; Hér þarf að passa að rétt ár sé valið.

Greiðslutíðni; Mánaðarlaun koma sjálfvalin upp í greiðslutíðni þegar útborgun er stofnuð og er algengasta greiðslutíðnin.

 

 

 

 

 

 

image-20250121-123401.png

 

Greiðslutíðni:

Mánaðarlaun koma sjálfvalin upp í greiðslutíðni þegar útborgun er stofnuð og er algengasta greiðslutíðnin.

Í einhverjum tilfellum er verið að nota greiðslutíðnina "Hálfsmánaðar" en þær útborganir verða að vera innan skilagreinamánaðar RSK, þó svo að vinnutímabil skarist mögulega við aðra mánuði.

Dæmi: Vinnutímabil er frá 28. september til 12. október.  Þá er dagsetning útborgunar skráð frá 1.-15. október en í  önnur tímabili er skráð rétt vinnutímabil.  Næsta tímabil er frá 13.- 27. október. 

Dagsetning útborgunar er skráð 16.-31. október en rétt vinnutímabil skráð í önnur tímabil.

Á þennan hátt reiknast persónuafslátturinn ávallt rétt fyrir mánuðinn og staðgreiðsluskilagrein fer eðlilega inn til RSK.

 

Tímabil

 

image-20250121-124614.png

 

Veldu greiðslumáta;

Hakað við "Eftirá" fyrir venjuleg mánaðarlaun (sjálfgefið)

  • Hakað við "Fyrirfram" ef greiða á laun fyrirfram

Þegar þú slærð inn útborgunardag, útfyllir kerfið sjálfkrafa:

  • Útborgunarnúmer

  • Heiti útborgunar

  • Tímabil

 

Dæmi;

Þegar aðeins er verið að greiða eftirágreidd laun:

  • Útborgun númer = númer mánaðar sem skráður er í útborgunardag.

  • Nafn á útborgun = nafn mánaðar sem skráður er í útborgunardag

Þegar laun eru aðeins greidd eftirá eru þau yfirleitt greidd út síðasta dag mánaðar.

  •  Tímabil byrjar = fyrsti dagur mánaðar sem skráður er í útborgunardag.

Tímabil endar = síðasti dagur þess mánaðar sem skráður er í útborgunardag

 

Í þessu dæmi er verið að geiða eftirá geidd laun fyrir janúar 2025.

Tímabilið er því 01.01.2025-31.01.2025

 

 

 

 

 

image-20250121-125521.png

 

Dæmi;

Þegar aðeins er verið að greiða fyrirframgreidd laun:
Ef hakið er tekið af Eftirá og hakað í Fyrirfram í svæðinu Tímabil, þá breytast dagsetningar til samræmis. Hak tekið af Eftirá – útborgun aðeins fyrir FYRIRFRAM. 

 

 Þegar laun eru aðeins fyrirfram greidd, þá eru þau greidd fyrsta dag mánaðar.

  • Tímabil byrjar = fyrsti dagur þess mánaðar sem skráður er í útborgunardag.

Tímabil endar = síðasti dagur þess mánaðar sem skráður er í útborgunardag

Í þessu dæmi er verið að greiða fyrirfram greidd laun fyrir febrúar 2025.

Tímabilið er því 01.02.2025-28.02.2025




 

image-20250121-125925.png

 

Dæmi;

Þegar verið er að greiða bæði eftirá- og fyrirframgreidd laun
Ef hakað er bæði við Eftirá og Fyrirfram í svæðinu Tímabil, þá breytast dagsetningar til samræmis. 
Þegar laun eru greidd fyrir tvö tímabil er mismunandi hvort borgað er fyrsta dag fyrirfram mánaðar eða síðasta dag eftirá mánaðar.

  • Tímabil byrjar = fyrsti dagur FYRRI mánaðar sem skráður er í útborgunardag.

  • Tímabil endar = síðasti dagur SEINNI mánaðar sem skráður er í útborgunardag


Í þessu dæmi er verið að greiða eftirágreidd laun fyrir janúar og fyrirfram greidd laun fyrir febrúar 2025.

Tímabilið er því 01.01.2025-28.02.2025

Launahópar

 

image-20250121-130929.png

 

Launahópar (valfrjálst):

  • Skráðu númer launahóps til að velja ákveðinn hóp starfsmanna

  • Ef ekkert er valið birtast allir starfsmenn

  • Athugið: Starfsmenn þurfa að vera skráðir í launahópinn

Ef notaðir eru launahópar þá er númer hóps skráð í reitinn Launahópur nr. og sækir kerfið þá nafn hóps. Aðeins þeir starfsmenn sem skráðir eru í viðkomandi launahóp, verða aðgengilegir í þessari útborgun. Ef enginn launahópur er valinn, þá koma allir starfsmenn fyrirtækis fram í útborgun. Launahópur er stofnaður úr grunnlaunaspjaldi starfsmanna. 

ATH. virknin í Kjarna er þannig að þegar smellt er á stofna úrborgun þá koma launahópar sjálfkrafa inn frá valinni útborgun svo ekki þar að skrá þá ef valda útborgunin er með sömu launahópun og nota á.

Ef valinn er launahópur sem enginn starfsmaður hefur fengið úthlutað, þá opnast skráningarmynd launa ekki. Á skjáinn kemur villumeldingin
"Vinsamlega athugið skráningar starfsmanna. Starfsmenn þurfa að hafa skráðar upplýsingar í spjöldin Tenging innan fyrirtækis, Grunnlaun og Vinnutími."

 

 

Aðgerðir

 

image-20250121-132105.png

 

Ef hakað er í

  • "Fastir launaliðir": Sækir sjálfkrafa alla fasta launaliði

  • "Reikna laun": Reiknar strax laun fyrir alla í útborguninni

Mælt er með að haka ekki í þessi svæði fyrr en búið er að stofna útborgun. Sækja fyrst fasta launaliði eftir að búið er að gera allar breytingar sem eru fyrirhugaðar á skipuriti, föstum liðum og grunnlaunum.