Auglýsingasvör – listi yfir svör umsækjenda
Í listanum auglýsingasvör má finna lista yfir alla umsækjendur tiltekinnar auglýsingar. Listinn er aðgengilegur í gegnum listann auglýsingar og á upphafsvalmynd viðkomandi auglýsingar. Einnig er listinn Auglýsingasvör í hliðarvalmynd. Til að opna listann er viðkomandi auglýsing valin og smellt á hnappinn Auglýsingasvör í tækjastikunni eins og sýnt er á myndinni hér til hliðar. | |
Í listanum Auglýsingasvör má nálgast allar helstu upplýsingar þeirra umsækjenda sem sótt hafa um viðkomandi auglýsingu. Listann má vinna með eins og aðra lista í Kjarna. Hægt er að taka hann út í Excel, velja inn ný svæði, endurraða svæðum o.s.frv. Aftast í listanum Auglýsingasvör birtast svör við þeim skimunarspurningum sem eru í auglýsingunni. Til að sjá frekari upplýsingar um umsókn eða umsækjanda er viðkomandi umsækjandi valinn í listanum og tvísmellt er á línuna. Þá opnast yfirlitssíða umsóknar. |