13. Áramótastaða launamanns



 

Hægt er að skoða yfirlit yfir alla þá launaliði sem starfsmaður hefur fengið greidda á árinu með því að smella á hnappinn áramótastaða í skráningarmynd launa


Launaliðir koma sundurliðaðir niður á safnflokka, söfnunarár og stofnanir. 


Áramótastaðan er endurunnin með því að smella á „endurvinna" hnappinn í tækjaslánni. 



Endurvinna áramótastöðu

Endurvinna áramótastöðu



Áramótastaðan er endurunnin með því að smella á „endurvinna“ hnappinn í tækjaslánni. Þessa aðgerð má framkvæma hvenær sem er, eina sem gerist er að upphæðir í lokuðum útborgunum eru lagðar saman upp á nýtt.



Þegar búið er að ýta á endurvinna opnast listi með viðeigandi launaliðum sem hafa verið greiddir á skilgreindu tímabili.

 

Til að endurvinna áramótastöðu fyrir alla er starfsmannanúmerið tekið út.



Sundurgreina áramótastöðu

Sundurgreina áramótastöðu

 

Hægt er að sundurgreina færslur í áramótastöðu til þess að rekja í hvaða útborgunum færslurnar koma fyrir. Það er gert með því að velja ákveðna línu og smella á táknið „Sundurgreina“ í tækjaslánni. Hnappurinn „Lýsing“ kemur sjálfvalin fyrir ofan listann. Þetta eru upplýsingar um útborgunina. Til að auðvelda yfirferð má draga hnappinn niður í línuna á milli svæðanna Launaliður og Gr.Eining.

Það er ekki hægt að draga neitt inn í listann á milli Sam.Lf.Þrep,LL og Launaliður, viðbætur verða að koma þar fyrir aftan.