7. Bakfæra laun

Ef bakfæra þarf laun er það gert í opinni útborgun.

 Hægt er að bakfæra laun eins starfsmanns í einu. Það er gert beint í neðri tækjaslánni í launaskráningarmyndinni 
Aðeins er hægt að bakfæra úr lokuðum útborgunum. Ef óvart er valin opin útborgun þá kemur rauð villumelding við útborgunar vísinn. 
 


Í valgluggann sem birtist eru slegnar inn forsendur bakfærslu og valin sú útborgun sem á að bakfæra. 


Hægt er að velja að "undanskilja Orlof lagt í banka" ef verið er að bakfæra laun hjá starfsmanni sem er ekki með nein laun í útborgun.

Það er gert til þess að koma í veg fyrir að fá mínus orlof í orlofsskilagrein sem veldur vandræðum.

Þegar þetta hak er notað þarf að skoða launaseðil starfsmanns til að sjá heildarfárhæðina sem hann þarf að greiða til baka vegna þess að orlofið sem áður hefur verið lagt á orlofsreikning skekkir útborguð laun. Orlofið sem starfsmaðurinn hefur fengið greitt inn á orlofsreikning en þarf að endurgreiða í bakfærslunni birtist í skráningarmynd launa sem “Greidd laun” en launaseðill sýnir rétta fjárhæð í “Samtals útborgað”. Þegar þessi aðgerð er notuð mun því koma skekkja í útborguð laun í "Samtalstölur í útborgun".

Í þeim tilfellum sem hakið er notað við bakfærslu er því nauðsynlegt að stemma bankaskrá af við Samtalslistann undir skoða.




Þegar ýtt er á bakfæra birtist athugasemda gluggi neðst í hægra horninu sem segir til um hversu margar færslur voru bakfærðar. 

Kerfið bakfærir allar afleiddar færslur eins og staðgreiðslu, persónuafslátt og iðgjöld. Bakfærðar færslur birtast í launaskráningar myndinni.




Ef skrá þarf leiðrétt laun á mót bakfærslunni þarf að skoða vel útreikning staðgreiðslu og hvernig þrepaskatturinn skiptist.

Þegar útborgunum er lokað þá uppfærast staðgreiðslu upplýsingar í spjaldinu "Þrepaskattur". Þær upplýsingar breytast ekki þegar launin eru bakfærð með aðgerðinni "Bakfæra laun".

Því getur verið nauðsynlegt að eyða út fjárhæðum þar til þess að leiðréttu launin reiknist miðað við rétta þrepaskiptingu.