9. Gera upp laun við starfslok

Þegar starfsmaður lætur af störfum hjá fyrirtæki er notuð aðgerðin Gera upp starfsmann til að gera upp við hann orlof og aðrar ávinnslur. Aðgerðin er aðgengileg í launaskráningar myndinni. 


  


Þá opnast valgluggi sem óþarfi er að slá neitt inn í. Aðgerðin er kláruð með því að ýta á sækja. 




Aðgerðin sækir áunnið orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót í þegar uppfærðar útborganir, ásamt þeim ávinnslum sem mögulega eru í núverandi útborgun ásamt mögulegum orlofsúttektum. Þessu er skilað inn í launaskráningu starfsmannsins og skuldbindingin núllast út. 

Ávinnslurnar koma inn í launaskráninguna í tvennu lagi, annars vegar rauðar færslur sem eru ávinnslurnar og hins vegar ljósbláar færslur sem eru launagreiðslur. 


Þegar þetta hefur verið lesið inn í launaskráningu þarf ekkert að gera frekar, ávinnslurnar núllast út. 


Mikilvægt er að rauðu færslunum sé ekki eytt eða þeim breytt, því þá getur myndast ruglingur ef t.d. þessi starfsmaður byrjar aftur síðar. 


Þegar starfsmaður hefur fengið launauppgjör er grunnlaunaspjaldi starfsmanns lokað með til dagsetningu síðasta dag útborgunarmánaðar.