9. Skoða launaseðla

Á meðan á launavinnslu stendur og eftir að henni er lokið er hægt að skoða launaseðla starfsmanna. 

Launaseðlar eru aðgengilegir frá fjórum stöðum í Kjarna. 

  1. Vinstramegin við launahringinn
  2. Í hliðarvali Kjarni > Laun > Launaseðill
  3. Í hliðarvali Starfsmenn > Hver starfsmaður á spjald fyrir sína launaseðla
  4. Í skráningu launa, tækjslá

Hægt er að komast í launaseðla vinstra megin við launahringinn. 

Þegar sú aðgerð er keyrð kemur upp valgluggi. Ef ekkert er slegið inn í gluggann opnast launaseðlar allra launamanna í útborgun. 


Í glugganum er einnig hægt að velja inn ákveðinn starfsmann og opna aðeins launaseðil valins starfsmanns. 


Einnig er hægt að opna launaseðil ákveðins starfsmanns í launaskráningar glugganum. 

Ef sýna á dagsetningar launatímabils á launaseðli er farið í  Stillingar/Gildi og sett inn PayPaidDay og í gildi er settur 1. dagur tímabils

Ef útborgunardagur er 31.05.2020 kemur tímabilið 15.04-14.05


Eldri launaseðla má einnig finna í spjaldinu Launaseðlar í hliðarvalmynd. 

Hægt er að vista niður eldri launaseðla, en þá þarf fyrst að endurvinna áramótastöðu fyrir þá útborgun.

Aðgerðin er aðgengileg í hliðarvali > Kjarni > Laun > Aðgerðir = Vista launaseðla í skjalaskáp.

Áramótastaða er endurunnin í "Skrá" í launahring. Þar er farið í áramótastöðu valins starfsmanns, númer hans fjarlægt úr valskjá en útborgunarvísir skráður inn. Athugið að þegar endurvinna þarf áramótastöðu fyrir fleiri en eina útborgun í einu, eru útborganavísar aðgreindir með kommu.

Athugið!  Ef vista á eldri seðla, að byrja á því að endurvinna áramótastöðu fyrir elstu (fyrstu) útborgun ársins, vista seðla. Áður en vistaðir eru seðlar fyrir aðra útborgun ársins, þarf að endurvinna elstu útborgun plús næst elstu útborgun o.s.frv.