3. Vefskil skilagreina, lífeyrissjóðir og stéttarfélög



 Til að senda skilagreinar til innheimtuaðila er smellt á Skila í launahringnum. 

 Þetta svæði er aðeins aðgengilegt í lokaðri útborgun.

Tvær yfirmöppur eru í Skilagreinum í Skila, en mismunandi er eftir viðskiptavinum hversu margar möppur eru þar undir.

Fyrsta mappan,  Útborgun sem hér er merkt: = 2759 kemur hjá öllum. Undir þessari möppu eru skilagreinar til þeirra innheimtuaðila sem fá skil fyrir alla útborgunina í einu:

  • Banki, skilagrein vegna launa og orlofsgreiðslna

  • Gjaldheimtur, eins og Innheimtustofnun Sveitarfélaga og Ríkisskattstjóra

  • Senda sjóði með tölvupósti - stéttarfélög og lífeyrissjóðir sem fá skilagreinar sendar fyrir alla útborgunina, óháð skilagreinamánuði.

  • Senda sjóði með vefskilum - stéttarfélög og lífeyrissjóðir sem fá skilagreinar sendar fyrir alla útborgunina, óháð skilagreinamánuði.

Seinni mappan, Skilagreinamánuður, hér merkt : Febrúar 2018 kemur líka hjá öllum, þar sem staðgreiðslu er ávallt skilað skv. skilagreinamánuði.

  • Staðgreiðsla

  • Senda sjóði með tölvupósti

  • Senda sjóði með vefskilum

Ef enginn sjóður er skilgreindur þannig að senda eigi með tölvupósti þá myndast sú mappa ekki.  Mappa myndast ekki nema eitthvað sé í henni.

 

Þegar myndin opnast kemur hakað við innheimtuaðilana „Senda vefskil" sjálfkrafa á hverjum sjóði.
Ef ekki á að senda fyrir ákveðinn innheimtuaðila að þessu sinni þá er hakið tekið af viðkomandi innheimtuaðila. 
Upp kemur spurning hvort örugglega eigi að sleppa að senda á viðkomandi innheimtuaðila og smellt á já ef það er raunin. Þegar búið er að senda breytist staðan úr “Ekki sent” í “Sent villulaust”.

Ef ekki náðist að senda alla sjóði vera þeir sjóðir sem eftir á að senda áfram undir möppunni. Hægt er að fara aftur í “Senda vefskil” til að reyna aftur sendingu eftir að búið er að lagfæra ástæðuna fyrir því að ekki náðist að senda í fyrra skiptið.

 

Ef senda á aftur á ákveðinn innheimtuaðila er hægrismellt á þann innheimtuaðila og velja Senda með vefskilum.  Taka út gildið 2 í valskjá undir flipanum Aðgerð

Einnig þarf að haka við innheimtuaðilann í skjámyndinni og þá kemur upp spurningin hvort það eigi örugglega að senda aftur.

Ef að villa er í sendingu kemur kerfið upp með villuglugga. Villumeldingin kemur á hægri hlið skjámyndar og svarið frá vefnum kemur fyrst stutt í svæðið Skilaboð og síðan nákvæmari í svæðið Nánari skilaboð.



Að sendingu lokinni bætast við nýjar upplýsingar í reitinn Móttekið, en það er svarið sem Kjarni fær sent frá Innheimtuaðilum og sýnir hvaða upphæð er móttekin hjá þeim.



 

 

ATH! Þegar nýir aðilar bætast við í vefskilum, þá þarf að sækja þær upplýsingar inn á skilagrein.is. Það er gert með því að keyra eftirfarandi skipanir:

Slá þarf inn skipanir í þessari röð: ·

Innheimtuaðilar: · Skipun: WebCollector.ToPayCollector · Vefþjónusta: http://www.skilagrein.is/info/webservices/CollectorEntity.xml ·

Sjóðir: · Skipun: WebFund.ToPayCollectorFund · Vefþjónusta: http://www.skilagrein.is/info/webservices/FundEntity.xml

Yfirlit yfir send vefskil

Í hliðarvali Kjarna > Laun > Aðgerðir er komin aðgerðin Send vefskil.

Þegar smellt er á þennan hnapp opnast valskjár þar sem hægt er að skilyrða valið við eitt eða fleiri atriði, þ.e.: útborgun, ákveðinn innheimtuaðila eða sjóð/félag og einnig sendingardag eða tegund.

Upp kemur listi yfir þær sendingar sem uppfylla valið. Til að skoða nánari upplýsingar um hverja sendingu fyrir sig, er tvísmellt á línuna. Nánari upplýsingar opnast í sprettiglugga. Sá gluggi inniheldur fjóra flipa með mismunandi upplýsingum, sjá aftar.

 

Dæmi um sendingu sem ekki skilar sér til innheimtuaðila:

Fyrsti flipinn ber heitið Svar frá innheimtuaðila. Þar kemur fram hver niðurstaða sendingar var (hér Error) einnig kemur ástæðan fram í reitnum Skilaboð og í Nánari skilaboð.

Ef sending fór villulaust til innheimtuaðila þá bætis móttekin upphæð við neðst í glugganum í reitinn Bókuð upphæð. Fyrir kemur að önnur upphæð kemur í reitinn Leiðrétt upphæð, en þá er reikningurinn sem fram fer hjá innheimutaðila á einhvern hátt frábrugðinn því sem sent er úr Kjarna.

Yfirlit yfir tölvupóstsendingar

Þegar sjóðir eru sendir með tölvupósti beint úr skilagreinamynd Kjarna þá skrást þær sendingar í "Aðgerðarsögu" viðkomandi útborgunar.

Aðgerðarsöguna er að finna undir Laun - Aðgerðir - Aðgerðarsaga.

Þetta á við um póstsendingar með lífeyrissjóði, stéttarfélög og gjaldheimtur. Undir hverri tegund er tilgreint hvað var sent, hvenær og á hvaða netfang.