3. Vefskil skilagreina, lífeyrissjóðir og stéttarfélög



 Til að senda skilagreinar til innheimtuaðila er smellt á Skila í launahringnum. 

 Þetta svæði er aðeins aðgengilegt í lokaðri útborgun.

 

Hægrismellt á möppuna til að fá upp gluggann “Senda sjóði með vefskilum” > Sækja

 

Þegar myndin opnast kemur hakað við innheimtuaðilana „Senda vefskil" sjálfkrafa á hverjum sjóði.
Ef ekki á að senda fyrir ákveðinn innheimtuaðila að þessu sinni þá er hakið tekið af viðkomandi innheimtuaðila. 
Upp kemur spurning hvort örugglega eigi að sleppa að senda á viðkomandi innheimtuaðila og smellt á já ef það er raunin. Þegar hakið er í öllum sem á að senda og í lagi með upphæðir þá er farið í “Senda” neðst í hægra horni. Þegar búið er að senda breytist staðan úr “Ekki sent” í “Sent villulaust”. Um leið og þessum glugga er lokað hverfa sendir sjóðir úr þessari mynd. Hægt er að endurtaka þessi skref ef einhverja hluta vegna náðist ekki að senda fyrir alla sjóði.

 

Í hliðarvali Kjarna > Laun > Aðgerðir er komin aðgerðin Send vefskil. Hér er hægt að skoða það sem búið er að senda í vefskilum.

Þegar smellt er á þennan hnapp opnast valskjár þar sem hægt er að skilyrða valið við eitt eða fleiri atriði, þ.e.: útborgun, ákveðinn innheimtuaðila eða sjóð/félag og einnig sendingardag eða tegund.

Upp kemur listi yfir þær sendingar sem uppfylla valið. Til að skoða nánari upplýsingar um hverja sendingu fyrir sig, er tvísmellt á línuna. Nánari upplýsingar opnast í sprettiglugga. Sá gluggi inniheldur fjóra flipa með mismunandi upplýsingum, sjá aftar.

Ef sending skilar sér ekki til innheimtuaðila:

Fyrsti flipinn ber heitið Svar frá innheimtuaðila. Þar kemur fram hver niðurstaða sendingar var (hér Error) einnig kemur ástæðan fram í reitnum Skilaboð og í Nánari skilaboð.

Ef sending fór villulaust til innheimtuaðila þá bætis móttekin upphæð við neðst í glugganum í reitinn Bókuð upphæð. Fyrir kemur að önnur upphæð kemur í reitinn Leiðrétt upphæð, en þá er reikningurinn sem fram fer hjá innheimutaðila á einhvern hátt frábrugðinn því sem sent er úr Kjarna.

Ef senda á aftur á ákveðinn innheimtuaðila er hægrismellt á þann innheimtuaðila og velja Senda með vefskilum.  Taka út gildið 2 í valskjá undir flipanum Aðgerð

Einnig þarf að haka við innheimtuaðilann í skjámyndinni og þá kemur upp spurningin hvort það eigi örugglega að senda aftur.

Ef að villa er í sendingu kemur kerfið upp með villuglugga. Villumeldingin kemur á hægri hlið skjámyndar og svarið frá vefnum kemur fyrst stutt í svæðið Skilaboð og síðan nákvæmari í svæðið Nánari skilaboð.



Að sendingu lokinni bætast við nýjar upplýsingar í reitinn Móttekið, en það er svarið sem Kjarni fær sent frá Innheimtuaðilum og sýnir hvaða upphæð er móttekin hjá þeim.



 

 

Ef ekki náðist að senda alla sjóði vera þeir sjóðir sem eftir á að senda áfram undir möppunni. Hægt er að fara aftur í “Senda vefskil” til að reyna aftur sendingu eftir að búið er að lagfæra ástæðuna fyrir því að ekki náðist að senda í fyrra skiptið.

 

ATH! Þegar nýir aðilar bætast við í vefskilum, þá þarf að sækja þær upplýsingar inn á skilagrein.is. Það er gert með því að fara í spjald sjóðanna/félaganna velja “sólina” og Uppfæra vefskil;

Einnig er hægt að keyra eftirfarandi skipanir:

Slá þarf inn skipanir í þessari röð: ·

Innheimtuaðilar: · Skipun: WebCollector.ToPayCollector · Vefþjónusta: http://www.skilagrein.is/info/webservices/CollectorEntity.xml ·

Sjóðir: · Skipun: WebFund.ToPayCollectorFund · Vefþjónusta: http://www.skilagrein.is/info/webservices/FundEntity.xml

 

 

 

 

Yfirlit yfir tölvupóstsendingar

Þegar sjóðir eru sendir með tölvupósti beint úr skilagreinamynd Kjarna þá skrást þær sendingar í "Aðgerðarsögu" viðkomandi útborgunar.

Aðgerðarsöguna er að finna undir Laun - Aðgerðir - Aðgerðarsaga.

Þetta á við um póstsendingar með lífeyrissjóði, stéttarfélög og gjaldheimtur. Undir hverri tegund er tilgreint hvað var sent, hvenær og á hvaða netfang.