Launaþróun á vef

Undir Laun á Kjarna vef er skýrslan Launaþróun aðgengileg.

Til þess að virkja skýrsluna þarf að setja inn skipun í vefgildi. Ráðgjafar Origo aðstoða við það og hægt er að senda beiðni á service@origo.is til að virkja hana.

 

Hægt er að stýra birtingu fjarhæða með ýmsum hætti í skýrslunni. Lítið i birtir nánari lýsingu við hvern lið ef smellt er á það.

  • Hækkun - Hér er hægt að stilla hvort breytingar á launum birtast sem prósenta eða upphæð.

  • Samtölur - Hér er hægt að stilla hvort samtölur fyrir deildir og svið séu meðaltal eða summa.

  • Laun - Hér er hægt að stilla hvort sóttar séu launafærslur fyrir grunnlaun eða heildarlaun. Ath. að í vefgildi þarf að skrá hvaða launaliðir eigi að stýra birtingu grunnlauna. Ráðgjafar Origo aðstoða við það.

  • Starfshlutfall - Hér er hægt að stilla hvort notast sé við raun starfshlutfall eða umreiknað í 100% starf við útreikning launa.

 

Þessir tveir hnappar stýra því hvort að skýrslan birti annars vegar mismun milli ára og hins vegar stöðugildi.

Þegar hnappurinn er blár er skilyrðið valið.

 

Ofarlega í hægra horni eru hnappar sem stýra því hvort að samanburður í skýrslu sé “Síðasta ár” eða “Síðustu tvö ár”.

 

Í skýrslunni er hægt að fá niðurbrot á mánuð með því að smella á bláa táknið við ártalið.

Einnig er hægt að fara í tannhjólið til að velja inn dálka og haka við þá sem bæta á við.

Líkt og í launasamþykkt koma launafjárhæðir rauðar ef breyting hefur átt sér stað milli ára, hvort sem um hækkun eða lækkun er að ræða.

 

Það eru tvær síur í skýrslunni.

Önnur er við dálkinn Nafn, þar er hægt að sía á þær skipulagseiningar sem birta á.

Einnig er sía við dálkinn Staða, þar hægt að sía á þær stöður sem birta á.

 

 

 

Leitargluggi fyrir starfsmenn er í skýrslunni

Þegar smellt er í svæðið starfsmenn opnast listi yfir þá starfsmenn sem í henni eru. Hægt er að slá inn nöfn til leitar eða velja þau úr lista.

Hægt er að velja fleiri en einn til birtingar og kemur þá hak við nöfn þeirra í nafnalistanum.

Valdir starfsmenn eru afvaldir með því að smella á X í svæðinu.