8. Skrá og skoða laun í áætlun

Til að skoða það sem skráð hefur verið í áætlun er smellt á Skrá í áætlunarhringnum. Þá opnast sama mynd og opnast í skráningarmynd launa. 

 

Í þessari mynd má sjá heildaryfirilit yfir áætlunina hjá völdum launamanni. Í dæminu hér fyrir ofan má sjá að Mýr-Kjartan Írlandskonungur fær greidd heil mánaðarlaun alla mánuði ársins auk þess að fá 80 auka tíma í dagvinnu og 12 yfirvinnutíma.

Í þessari mynd er hægt að stofna nýja færslu, eyða út færslum, sækja aftur fasta launaliði, reikna aftur áætlun og komast í flest spjöld starfsmanns með aðgerðarhnöppum í tækjastiku.

Þegar ný færsla er stofnuð í þessari mynd er hægt að afrita skráð gildi út árið með því að nota Crtl+M í fyrsta mánuði og þá afritast gildið í alla mánuði.

Til að skoða einstaka mánuð er hægrismellt á viðkomandi mánuð og valið "Skrá mánuð". Þá opnast gluggi sem sýnir hvernig launasamsetning og afleiddar færslur launamanns munu líta út í þeim mánuði. Hér er hægt að tvísmella í svæðið Upphæð til að breyta stöku upphæð, 

ef t.d. upphæð er ekki sótt í launatöflu.

 


ATH! Breytt verklag við starfslok starfsmanna þegar launaáætlun hefur verið gerð!

 Þegar búið er að gera launaáætlun fram í tímann, þarf að taka upp nýtt verklag við starfslok starfsmanna. Til þess að starfsmaður komi fram í launaáætlun verður hann að eiga virka færslu í eftirfarandi spjöldum:

  • Tengingar innan fyrirtækis. Færslan "Hættur" á að vera til frá starfslokum til 31.12.9999
  • Vinnutími. Í raun er engin þörf á að loka þessu spjaldi, það má vera opið til 31.12.9999 hvort sem starfsmaður er í áætlun eða ekki.
  • Grunnlaun. Þegar starfsmaður hefur fengið sína síðustu launagreiðslu er grunnlaunaspjald afritað frá og með 1. degi næsta mánaðar eftir launaútborgun. Það spjald verður að vera í gildi út áætlunartímann. Athugið að setja hak í reitinn "Aðeins í launaáætlun"