Tölvupóstsendingar við breytingu á stöðu umsóknar

Hægt er að láta Kjarna senda tölvupóst á skilgreinda aðila, t.d. launadeild, við ráðningu umsækjanda, sjá hér

Einnig er hægt að láta Kjarna senda tölvupóst þegar ný umsókn berst eða þegar breytingar verða á stöðu umsóknar, ef tilkynna þarf ákveðnum aðilum um breytingar á ferli umsóknarinnar. Til þess að virkja slíkar tölvupóstsendingar þarf að setja inn eftirfarandi stillingar í Stillingar > Gildi

NafnGildiÚtskýring
Email.RCApplicationStat.6haa@origo.is,ardisb@origo.isNetföng viðtakenda eru aðgreind með kommu ef þau eru fleiri en eitt
XapEmailTemplate.ApplicationStat.653Númer bréfsins sem senda á út 

Í dæminu hér að ofan á stillingin við fyrir stöðu umsóknar nr. 6. 

Númer á stöðu umsóknar eru aðgengileg í listanum Kjarni > Ráðningar > Staða umsóknar

Bréf eru stofnuð í Kjarni > Ráðningar > Bréf. Athugið að bréfið þarf að innihalda sendanda. Ekki er þörf á að vera með tegund texta á bréfinu.