Orlofstímar - Listinn orlofsstaða í launaskráningu

Þessi listi sýnir orlofsstöðu yfirstandandi orlofsárs og vinnur á lokuðum útborgunum.

Þegar listinn er valinn, þá kemur upp valskjár með launamanni sem er fjarlægður ef það á að skoða alla starfsmenn.
Listinn sýnir orlofsstöðuna eins og hún var 1.maí sl., hvað er úttekið og samtals eftirstöðvar. Í næsta dálki er áunnið orlof fyrir næsta orlofsár, þá uppgert orlof og loks heildarorlofsstaðan. Allt í klukkustundum.

Á bak við þessa reiti standa launaliðir :

  • Orlof 1.maí er sótt á launalið 9289
  • Úttekið er sótt á launalið 9299 ATH! Launaliður 9299 er í eðli sínu mínusliður. Ef hann er innsleginn með mínus tákni þá kemur hann til lækkunar á útteknu orlofi og starfsmaður fær inneign, eða hækkun á óteknum orlofsdögum.
  • Samtals eru launaliðir 9289 mínus 9299.
  • Áunnið orlof er sótt á launalið 9280
  • Uppgert orlof er sótt á launaliði 9270 og 9275.
  • Heildarorlof eru + 9289 - 9299 + 9280 - 9270 - 9575.