4. Staðgreiðsla

Hægt er að villuprófa staðgreiðsluskilagrein áður en útborgun er lokað, við mælum með því að alltaf sé farið í að villuprófa áður en útborgun er lokað.  Það getur verið vandasamt að leiðrétta ef RSK finnur villu í staðgreiðsluskilagreininni.

Hægri smellt er á Staðgreiðslu og þá er hægt að velja um að villuprófa.  Þeir sem eru með bæði fyrirfram og eftirágreidda í sömu útborgun þurfa að villuprófa tvo mánuði fyrir hverja útborgun.  RSK getur ekki villuprófað tvo mánuði á sama tíma því þarf að velja mánuðina í sitthvoru lagi.