Kjarni vefur 21.7.1

Ráðningar - Onboarding - Upplýsingar frá umsækjanda

APPAIL-8187

Þegar óskað er eftir upplýsingum frá umsækjanda var ekki hægt að sjá hvaða gögn umsækjandi skráði inn fyrr en í Onboarding ferlinu. Því hefur verið bætt við að núna er hægt að skoða þau gögn sem umsækjandi skilaði inn áður en Onboarding ferlið hefst.

Ráðningar - Onboarding - texti þegar óskað er eftir upplýsingum frá umsækjanda

APPAIL-8300

Þegar óskað er eftir upplýsingum frá umsækjanda í ráðningarferlinu var ekki hægt að viðhalda textanum sem kom í tölvupóstinum. Því hefur verið breytt og núna er hægt að setja inn þann texta sem viðskiptavinurinn vill að komi í tölvupóstinum. Ef óskað er eftir að fá þessa breytingu inn skal senda beiðni á service@origo.is

Ráðningar - Onboarding - óska eftir upplýsingum um skattkort

APPAIL-8189

Ef óskað var eftir upplýsingum um skattkort frá umsækjanda var % talan ekki að skila sér rétt í Onboarding ferlið. Þetta hefur verið lagað.

Ráðningar - Sendandi bréfs

APPAIL-8268

Bætt var aftur við valmöguleikanum að þegar verið er að senda tölvupóst á umsækjendur að hægt sé að senda frá netfangi þess notanda sem er skráður inn á Kjarna vefinn. Núna er því hægt að senda bæði frá netfangi notanda eða frá því netfangi sem er stillt í stillingar gildi fyrir tölvupóstsendingar úr ráðningarkerfinu.

Ráðningar - Senda tölvupóst úr Ráðningar/Onboarding

APPAIL-8301

Bætt hefur verið við valmöguleika að senda tölvupóst á umsækjendur beint úr Ráðningar/Onboarding líkt og er hægt úr listanum Umsækjendur.

Ráðningar - Auglýsing - leita í svæðum

APPAIL-8245

Núna er hægt að skrifa í svæðin fyrir Flokkun auglýsingar og Staðfestingarbréf til að leita að ákveðnum gildum í þessum svæðum.

Rafrænar undirritanir - fela Undirskriftir eða Sniðmát

APPAIL-8311

Bætt hefur verið við vefgildi til að fela Undirskriftir eða Sniðmát undir Rafrænar undirritanir. Hægt er að fela þetta fyrir öllum eða ákveðin hlutverk. Ef óskað er eftir því að fá þessa stillingu inn skal senda beiðni á service@origo.is

Rafrænar undirritanir - Sækja skjal hnappur fjarlægður

APPAIL-8275

Þegar búið var að undirrita rafrænt skjal kom hnappur neðst á síðunni Sækja skjal. Þessi hnappur hefur verið fjarlægður þar sem hægt er að gera þessa aðgerð í öllum vöfrum.

Rafrænar undirritanir - Lagfæring á birtingu skjala í Samsung símum

APPAIL-8515

Þegar rafrænir samningar voru opnaðir í Samsung símum þá birtist skjalið ekki á skjánum. Þetta hefur verið lagað.

Mannauður - Orlof - svæðum bætt við í lista

APPAIL-8235

Svæðunum kostnaðarstöð, kostnaðarstöð nr., kostnaðarstöð vísir, skipulagseining, skipulagseining nr. og fyrirtæki hefur verið bætt við í listana sem er að finna undir Mannauður > Orlof.

Mannauður - Stjórnendur geta breytt samþykktum orlofsbeiðnum

APPAIL-7447

Núna getur stjórnendur breytt orlofsbeiðnum sem þeir hafa þegar samþykkt fyrir starfsmenn. Setja þarf inn stillingu í vefgildi til að fá birt Samþykkt orlof á Kjarna vefnum. Vinsamlegast sendið beiðni á service@origo.is ef óskað er eftir að fá þessa breytingu inn.

Teymið mitt - Samskipti

APPAIL-8292

Ef textinn á flísinni fyrir samskipti var mjög langur fór hann út fyrir flísina. Þetta hefur verið lagað.