Laun 21.7.1

Laun 21.7.1

Launasamþykkt opnast ekki á vef ef kostnaðarstöð færslu er ekki til

APPAIL-8284

Ef innlesin bunkafærsla innihélt kostnaðarstöð sem ekki var til í Kjarna var ekki hægt að opna launasamþykkt á vef.

Þetta hefur verið útfært þannig að þegar launasamþykkt er stofnuð þá er Skipulagseining, Staða og Kostnaðarstöð á launalínu heildarlauna villutékkuð og tilheyrandi villuboð koma fram í aðgerðarsögu.

Grunnlaunaspjald - Viðbætur í “Ástæða breytinga”

APPAIL-8241

Tveimur nýjum valmöguleikum hefur verið bætt í svæðið Ástæða breytinga. Þeir eru:

  • Fræðsla

  • Starfsaldur

Svæði fyrir launaflokka breytt svo það höndli stærri númer

APPAIL-8440

Svæðið fyrir launaflokka var forritað þannig að það leyfði ekki númer sem voru hærri en 32767. Þessu hefur verið breytt þannig að engin takmörkun er lengur á stærð númera launaflokka.

Töflusaga launamanna - upphæð með álagi bætt inn

APPAIL-8215

Nú er hægt að draga inn svæðin “Álag” og “Upphæð með álagi” í töflusögu launamanna.

Skýrslan starfsaldur - hægt að opna eftir ráðningarmerkingu

APPAIL-8242

Skýrslan “Starfsaldur” var að opnast fyrir alla starfsmenn óháð ráðningarmerkingu. Valskjár skýrslu hefur verið lagfærður og núna kemur ráðningarmerkingin “Í starfi” sjálfgefin upp í valskjá en hægt er að velja að keyra hana upp fyrir fleirri ráðningarmekingar með því að breyta valinu eða bæta við með kommu á milli númera.

Sending launaframtals með tölvupósti

APPAIL-7803

Þegar launaframtal var sent með tölvupósti úr Outlook þá var það að birtast mjög stórt og bjagað. Þetta hefur verið lagfært og núna sendist launaframtið í eðlilegri stærð.

Áætlun - Senda bókun

APPAIL-8066

Aðgerðin “Senda” hefur verið virkjuð undir bókhaldsaðagerðum áætlunar, sjá nánar hér:11. Bóka áætlun