Ráðningar 22.1.1

Ráðningarferli á Kjarna vef (Onboarding)

APPAIL-8588 / APPAIL-8745

Í þessari útgáfu hefur verið bætt við ráðningarferlum fyrir endurráðningu, tilfærslu og að bæta við starfi (þarf að kveikja sérstaklega á valmöguleikanum Bæta við starfi) á Kjarna vef. Ef umsækjandi er nú þegar til sem starfsmaður kemur gulur þríhyrningur hjá nafni viðkomandi sem gefur til kynna að umsækjandinn er nú þegar til í Kjarna.
Einnig var ráðningarferlinu sjálfu breytt lítillega og svæðum endurraðað í ferlinu. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um virkni í þessum nýju ferlum, þið hafið spurningar eða ábendingar þá má senda á service@origo.is

Ef aðrir en admin notendur eiga að fara sjá um ráðningarferlið (Onboarding) þarf að skoða hlutverk stjórnenda/notenda. Vinsamlegast sendið beiðni á service@origo.is

Ráðningarferli (Onboarding) - bætt við Breytt af

APPAIL-8742

Í listanum yfir umsækjendur sem eru tilbúnir til ráðningar hefur verið bætt við dálki Breytt af.

Auglýsingar - hægt að taka út í excel

APPAIL-8578

Núna er hægt að taka út listann Auglýsingar > Töflusýn út í excel.

Gögn fyrir ráðningu að vistast undir Samskipti

APPAIL-8713

Þegar óskað var eftir gögnum frá umsækjanda þá var að vistast færsla í samskiptaspjald umsækjandans (html texti) sem átti ekki að vera. Þetta hefur verið lagað.

Tölvupóstur í lok ráðningarferils

APPAIL-8782

Í lok ráðningarferils (Onboarding) er hægt að fá tölvupóst með upplýsingum um starfsmanninn sem var verið að ráða. Aftur á móti var þessi tölvupóstur ekki að skila upplýsingum fyrir mail merge svæði tengdum mannauði. Þetta hefur verið lagað.