Laun 22.4.1

Gjaldaspjald - virkni dagsetninga

APPAIL-9005

Virkni dagsetninga í gjaldaspjaldi hefur verið breytt þannig að þegar dagsetning er skráð í efra svæðið Greiða frá - Greiða til þá skráist sama dagsetning í neðra svæðið Gildir frá - Gildir til.

Áður þurftu notendur að passa sérstaklega uppá að skrá sömu dagsetningar í þessi svæði.

Gjaldheimtugjöld innlestur - hættur starfsmaður með opið grunnlaunaspjald

APPAIL-9007

Nýverið var gerð breyting á innlestri gjaldheimtugjalda til að koma í veg fyrir að spjöld væru flutt á hætta starfsmenn. Þetta olli vandræðum hjá launamönnum sem voru kominir með “hætta” færslu í Tenging innan fyrirtækis en voru enn með opið grunnlaunaspjald vegna uppgjörs. Þeirra færslur fluttust ekki yfir í gjaldaspjöld. Þetta hefur verið lagfært og upp kemur athugasemd að gjöld hafi verið flutt fyrir hættan starfsmann því hann hefur opið grunnlaunaspjald.

Grunnlaunaspjöld - bæta svæðinu Frávik - frekari upplýsingar í “Velja dálka”

APPAIL-8855

Svæðinu “Frávik - frekari upplýsingar” hefur verið bætt í skýrsluna Mannauður - Grunnlaunaspjöld. Hægt er að fara í “Velja dálka” og draga svæðið þaðan inn í skýrslu.

Stéttarfélög í skýrslum - birtast ekki ef byrjunardagsetning spjalds er eftir 1. dag mánaðar

APPAIL-8739

Þegar verið er að taka út greiningu í fyrtækjalista eða öðrum skýrslun niður á stéttarfélög þá kom launamaður óskilgreindur í stéttarfélag ef spjaldið hans var ekki í gildi frá 1. degi tímabils þar sem verið var að sækja eftir bókunardegi.

Þetta hefur nú verið lagfært þannig að ef stéttarfélagið finnst ekki með bókunardegi þá er sótt útfrá tildegi launafærslu.

B2B - útfæra virkni fyrir viðskiptavini

APPAIL-6835

B2B tenging hefur verið útfærð í Kjarna í gegnum svokallaða Bankamiðju. Nú er því hægt að senda launagreiðslur úr Kjarna beint í netbanka viðskiptavina til greiðslu.

Þeir sem hafa áhuga á að bæta þessari tengingu við Kjarna geta sent póst á service@origo.is fyrir nánari upplýsingar.

Jafnlaunavottunarskýrsla - bæta inn svæðinu Flokkun

APPAIL-9018

Svæðinu “Flokkun” hefur verið bætt í skýrsluna Jafnlaunavottun. Hægt er að fara í “Velja dálka” og draga svæðið þaðan inn í skýrslu.

Vista launaseðla í skjalskáp

APPAIL-8076

Aðgerðin að vista launaseðla í skjalaskáp hefur verið bætt þannig að sýnilegt er að vinnsla er í gangi.

Einnig var hraðinn lagfærður svo aðgerðin tekur mun styttri tíma.

 

Svæðið Kostnaðarstöð númer

APPAIL-9052

Gerð hefur verið sú breytiing á svæðinu “Kostnaðarstöð númer” að núna er hægt að skrá bæði tölustafi og bókastafi í svæðið. Áður var einungis hægt að skrá þar tölustafi.

Gagnalón - Samband íslenskra sveitarfélaga - vefþjónusta fyrir launakönnun

APPAIL-9055

Í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið útbúin vefþjónusta sem sendir upplýsingar úr Launakönnun sveitarfélaga í gagnalón sambandins.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda póst á service@origo.is

Launaþróun - Breyttar aðgangsstýringar

APPAIL-9085

Búið er að endurbæta aðgangsstýringar fyrir launaþróun. Áður gat nýr yfirmaður ekki séð launaþróun sinna starfsmanna aftur í tímann. Við þessa útgáfu mun aðgangur að launaþróun aftur í tímann detta út hjá yfirmönnum. Breyta þarf uppsetningu á aðgangsstýringum hjá viðskiptavinum og senda þarf beiðni á service@origo.is ef óskað er eftir að fá þessa breytingu inn.

Launasamþykkt - Breyttar aðgangsstýringar

APPAIL-8986

Búið er að endurbæta aðgangsstýringar fyrir launasamþykkt þannig núna verður yfirmaður að vera á sömu stöðu og forveri hans í starfi ef hann á ekki að sjá gögn forvera síns í launasamþykkt.

Orlofsupplýsingar

APPAIL-8818

Bætt var við tékki þannig athugað er hvort búið sé að keyra orlofsáramót. Ef ekki er búið að keyra orlofsáramót er sett inn gildi í stillingu til að birta eldra orlofsár á Kjarna vef og starfsmannavef. Sendið beiðni á service@origo.is til að fá aðstoð við þessa breytingu.