Almennt 22.4.1

Nöfnum bætt við í listann Hlutverk-Notendur

APPAIL-7487

Nöfnum hefur verið bætt við í listann Hlutverk-Notendur.

Starfsmannavefþjónustan sæki rétta kostnaðarstöð ef kostnaðarstöð er yfirskrifuð á stöðu

APPAIL-9050

Ef kostnaðarstöð var yfirskrifuð á stöðu starfsmanns þá var starfsmannavefþjónustan ekki að sækja rétta kostnaðarstöð, heldur kostnaðarstöðina af skipulagseiningunni. Þetta hefur verið lagað.

Vefþjónusta fyrir launaupplýsingar niður á launalið per kostnaðarstöð

APPAIL-9137

Útbúin hefur verið vefþjónusta sem skilar launaupplýsingum niður á launalið fyrir hverja kostnaðarstöð. Sendið póst á service@origo.is ef þið viljið láta virkja vefþjónustuna.

Framkvæmdaraðili frammistöðumats bætt við starfsmannavefþjónustur

APPAIL-9046

Gildinu fyrir framkvæmdaraðila frammistöðumats (PerformanceAppraiserID og PerformanceAppraiserName) hefur verið bætt við starfsmannavefþjónusturnar.

Ráðningarmerking bætt við í launavefþjónustu

APPAIL-9120

Ráðningarmerking (EmployeeStatus) hefur verið bætt við í launavefþjónustuna (/api/PayrollData/PayRecord).

Notandi læsist eftir 5 tilraunir ef rangt lykilorð er slegið inn

APPAIL-8972

Ef notandi slær inn rangt lykilorð 5 sinnum læsist notandinn í 1 klst. Eftir þann tíma aflæsist notandinn og fær hann aðrar 5 tilraunir. Ef notandinn er læstur þarf að endursetja notandann og senda nýtt lykilorð. Ef viðskiptavinur vill nota þessa virkni þarf að senda beiðni á service@origo.is

Eigandi skjals Launamaður

APPAIL-9048

Núna er hægt að hafa eiganda skjals Launamaður, t.d. fyrir rafrænar undirritanir. Til að hægt sé að fá upp þau skjöl sem tilheyra launamanni í rafrænni undirritun þarf að setja inn stillingu tengt þessu og auk þess þarf að uppfæra aðgangshlutverk. Vinsamlegast sendið beiðni á service@origo.is ef þið óskið eftir því að fá þessa breytingu inn hjá ykkur.

Launaþróun - Breyttar aðgangsstýringar

APPAIL-9085

Búið er að endurbæta aðgangsstýringar fyrir launaþróun. Áður gat nýr yfirmaður ekki séð launaþróun sinna starfsmanna aftur í tímann. Við þessa útgáfu mun aðgangur að launaþróun detta út hjá yfirmönnum. Breyta þarf uppsetningu á aðgangsstýringum hjá viðskiptavinum og senda þarf beiðni á service@origo.is ef óskað er eftir að fá þessa breytingu inn.

Launasamþykkt - Breyttar aðgangsstýringar

APPAIL-8986

Búið er að endurbæta aðgangsstýringar fyrir launasamþykkt þannig núna verður yfirmaður að vera á sömu stöðu og forveri hans í starfi ef hann á ekki að sjá gögn forvera síns í launasamþykkt.