Laun 23.1.1

Töflusaga launamanna - aðgerð til að komast í grunnlaunaspjöld og launatöflu úr lista

APPAIL-8216

Með því að tvísmella eða hægrismella í línu í töflusögu launamanna er hægt að velja um að opna annað hvort grunnlaunaspjald eða launatöflu þess starfsmanns sem valinn er.

Launatöflur - listi sem sýnir taxta

APPAIL-4295 APPAIL-9604

Nú er hægt að skoða launaliðaupphæðir út frá völdum samningum, launaflokkum og þrepum. Hægt er að nálgast þennan lista í „Grunnlaunaspjaldi“ launamanns undir hnappnum „Töfluupphæðir“. Sjá hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/17400161

Listinn er einni aðgengilegur undir “Launatöflur”. Sjá hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/17400121

Hægt að leiðrétta Grunnlaunaspjald þegar það vantar í launaútreikningi

APPAIL-9579

Ef upp kemur villa um að grunnlaunaspjald vanti fyrir launamann þegar laun eru reiknuð er nú hægt að tvísmella á villuboðin og komast þannig í breytingaham spjaldsins og opna það þannig.

Launabreytingar - Bæta ráðningarmerkingu og tegund ráðningar í listann undir “sýnileg gögn”

APPAIL-9658

Undir Launabreytingar á Kjarna vef er nú hægt að velja inn svæðin “Ráðningarmerking” og “Tegund ráðningar” bæði í listanum Laun og Launabreytingar. Hægt er að sía á bæði þessi svæði.

Launabreytingar - bæta inn síum á dálka

APPAIL-9555 - APPAIL-9659

Undir Launabreytingar á Kjarna vef hefur verið bætt síum í eftirtalin svæði: Starfsmaður, Skipulagseining, Staða, Starfafjölskylda, Launarammi og Staða launa. Einnig kemur upp leitargluggi í svæðinu Starfsmaður ef fleiri en 10 starfsmenn koma upp þar.

Launabreytingar - Smávægileg breyting á skjámynd fyrir launabreytingar

APPAIL-9654

Gerð var smávægileg breyting á skjámynd undir flipanum "Laun" í "Launabreytingar". Breytingin snýst um það að upplýsingar um laun starfsmanna voru færðar undir hnappinn “Breyta launum” og upplýsingar um starfafjölskylduna voru settar hægra megin.

Launabreytingar - Undanskilja 0 laun úr meðaltali og miðgildi

APPAIL-9657

Þeir sem voru með 0 laun voru að telja með í meðaltali og miðgildi launa. Virkninni hefur verið breytt þannig að aðilar með 0 eru núna undanskildir frá þessum tölum.

Launasamþykkt á Kjarnavef - Birta yfirskrifuð heiti launaliða

APPAIL-9495

Ef heiti launaliðar var yfirskrifað í launaskráningu þá var yfirskrifaða heitið ekki að birtast í samþykkt launa á Kjarnavef. Bætt hefur verið úr því og núna kemur yfirskrifað heiti fram þar.

Launasamþykkt - Fela hnapp Samþykkja allar

APPAIL-9672

Hægt er að fela hnappinn Samþykkja allar undir Launasamþykkt á Kjarnavefnum. Ef óskað er eftir að fela þennan hnapp þá skal senda beiðni á service@origo.is

Sjá nánar hér: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/3014492258

Launaskýrsla á Kjarna vef

APPAIL-9440

Útbúin hefur verið launaskýrsla á Kjarna vef fyrir stjórnendur. Hún er svipað uppsett og launasamþykktin. Virkja þarf skýrsluna með vefgildi og þeir sem þess óska geta sent beiðni á service@origo.is

Áætlun á vef - samanburður rauntölur/áætlun

APPAIL-9444

Útbúin hefur verið skýrsla undir áætlun á Kjarna vef sem birtir rauntölur launa samanbornar við áætlun fyrir valið ár. Skýrslan er aðgengileg undir flipanum skýrslur í áætlunar mynd.

Einingar elta daga - Virkni þegar virkir dagar mánaðar eru 22 eða fleirri

APPAIL-9621

Almennt er reiknivélin í Kjarna að vinna með deilitöluna 21,67 til að hlutfalla laun eftir dagsetningu. Sú deilitala getur ekki skilað réttri niðurstöðu ef mánuður er með fleirri en 22 virka daga. Framvegis mun því deilitalan breytast í þeim mánuðum sem innihalda 22 virka daga eða fleirri þannig að deilt verði með heildar fjölda virkra daga í stað 21,67.

Einingar elta daga - Horfi á dagsetningar milli mánaða sem mynda fullan mánuð

APPAIL-9603

Gerð var breyting á stillingunni "Einingar elta daga" á launaliðum þannig að hún hlutfalli ekki tímabil sem ná fullum mánuði þó að það sé ekki innan mánaðar. Td. þegar verið er að vinna með launatímabil.

Lífeyrissjóðir - Reikningur hjá +70 ára og -16 ára

Reiknireglu sem stöðvar útreikning lífeyrissjóðs hjá eldri en 70 ára og yngri en 16 var breytt þannig að núna horfir hún á bókunardag launafærslna.

Skýrslan Jafnlaunavottun - bæta við svæðinu Grunnlaunaflokkur

APPAIL-9625

Nú er hægt að draga svæðið Grunnlaunaflokkur inn í skýrsluna Jafnlaunavottun

Skýrslan Jafnlaunavottun - bæta við menntunarflokki

APPAIL-9635

Svæðunum Menntunarflokkur nr og Menntunarflokkur hefur verið bætt í skýrsluna Jafnlaunavottuna. Hægt er að draga þessi svæði inn með því að fara í Velja dálka.

Jafnlaunavottun - Starfafjölskyldur

APPAIL-9429 / APPAIL-9431

Hingað til hefur Starf verið nýtt fyrir starfafjölskyldur en ákveðið var að bæta við alveg nýrri virkni fyrir starfafjölskyldur. Bætt hefur verið við Jafnlaunavottun - Starfafjölskyldur undir Stofnskrár. Er starfafjölskyldan skráð í grunnlaunaspjald starsfmannsins. Eins er hægt að sjá upplýsingar um starfafjölskyldur á grunnlaunaflís í Teymið mitt og koma þessar upplýsingar í samþykktaferli launabreytinga á Kjarna vef. Ef óskað er eftir að nota starfafjölskyldur skal senda beiðni á service@origo.is þar sem setja þarf inn stillingar þessu tengdu.

Ávinnsla - koma í veg fyrir tvískráningu skuldbindinga

APPAIL-9494

Hægt er að tilgreina á hvaða launalið skuldbinding og uppgjör eiga að birtast annað hvort með skráningu í flipann "Skuldbindingar" eða í flipann "Almennt” í ávinnsluhring.

Aldrei ætti að skrá í bæði þessu svæði og nú skilar Kjarni villuboðum ef það er reynt.

Ávinnslukerfi launaáætlunar - Skýrslur vegna ávinnslu og skuldbindingar

APPAIL-9362

Útbúinn hefur verið hraðlisti undir Áætlun til þess að skoða ávinnslur/skuldbindingu fyrir valda áætlun. Smellt er á “Áætlun og ávinnslur” til þess að fá upp vaskjá skýrslu.

Starfsaldur útfrá greiddum stöðugildum - lagfæring á Viðmið og Viðmið til launa

APPAIL-9332

Þegar kveit er á reikningi starfsaldurs útfrá greiddum stöðugildum voru svæðin Viðmið og Viðmið til launa ekki að birta réttar dagsetningar. Þetta hefur verið lagfært og heitum svæðana breytt í “Viðmið og eldri” og “Viðmið launa og eldri” þegar verið er að vinna með þennan starfsaldur.

Orlofsávinnsla ætti ekki að horfa a “Gildir frá” dagsetningu á færslum

APPAIL-9619

Ef verið var að flytja færslur í launaskráningu úr viðverukerfum á launatímabil þá var Kjarni að horfa á byrjunardagsetningu færslu sem olli því að færslur sem lesnar voru inn í maí útborgun með td. tímabilini 20.4-19.5 voru að lenda á röngu orlofsári. Virkni þessara færslna hefur verið breytt svo að núna horfir Kjarni á endadagsetninguna og færslurnar lenda þá á réttu orlofsári.

Grunnlaunaspjald - breyting á flipanum álagi

APPAIL-9608

Svæðinu tryggðarálag í grunnlaunaspjaldi var breytt í starfsþróunarálag.

Viðbætur við launavefþjónustu

APPAIL-9677

Ýmsum svæðum hefur verið bætt við launavefþjónustuna. Hægt er að óska eftir skjölun til að sjá hvða svæðum hún getur skilað með því að senda póst á service@origo.is

Launasamþykkt - Bætt við Sýnileg gögn

APPAIL-9441

Bætt var við Sýnileg gögn á Kjarna vef til að birta fleiri dálka í launasamþykkt.

Launaþróun - birting á árum og breyting á lista

APPAIL-9447

Núna er hægt að velja um síðasta ár eða síðustu tvö ár í launaþróun á Kjarna vef. Einnig var listinn lagaður - nafna dálkur festur þegar skrunað er til hliðar, dálkar lagaðir og bætt við virkni til að hægt sé að flytja listann yfir í Excel.