Aðgangsstýringar í Kjarna

Kjarni býður upp á öflugar aðgangsstýringar. Með kerfinu koma stöðluð hlutverk. Notendum er bent á að leita aðstoðar hjá ráðgjöfum Origo ef bæta þarf nýju hlutverki við eða bæta aðgangsheimildum við núverandi hlutverk.

Hlutverkin sem eru stöðluð í kerfinu eru: 

Admin: Admin notandi hefur aðgang að öllu í kerfinu. Hann hefur heimild til að stofna, afrita, lesa og eyða öllum færslum, listum og notendum. Það er ekki mælt með því að hafa marga slíka notendur í kerfinu heldur nota frekar aðrar aðgangsstýringar.

Laun: Notandi með hlutverkið Laun hefur aðgang að kerfishlutunum Laun, Mannauður og Áætlun. Notandinn hefur aðgang að öllum starfsmönnum í kerfinu, bæði núverandi og þeim sem hafa látið af störfum. Hann hefur aðgang að öllum spjöldum og skýrslum sem tilheyra viðkomandi kerfishlutum. Notandinn sér einnig kerfishlutann Ráðningar en hefur eingöngu aðgang að bréfum þar undir. Hann hefur ekki aðgang að auglýsingum né umsækjendum. Upphafsvalmynd notandans er Launahringurinn. Hlutverkið er ætlað launafulltrúum og þeim sem starfa við launavinnslu. 

Mannauður: Notandi með hlutverkið Mannauður hefur aðgang að kerfishlutunum Mannauður og Stofnskrár og SkýrslurNotandinn hefur aðgang að öllum starfsmönnum í kerfinu, bæði núverandi og þeim sem látið hafa af störfum. Hann hefur aðgang að öllum spjöldum og skýrslum sem tilheyra viðkomandi kerfishluta. Notandinn hefur ekki aðgang að neinum launaupplýsingum og sér eingöngu spjaldið Tenging innan fyrirtækis af þeim spjöldum sem tilheyra launamanninum. Notandinn hefur einnig aðgang að stofnskrám og getur viðhaldið skipulagseiningum og stöðum. Hlutverkið er ætlað þeim sem eiga eingöngu að hafa aðgang að grunnupplýsingum um starfsmenn. 

Fræðsla: Notandi með hlutverkið fræðsla hefur aðgang að kerfishlutunum Fræðsla og takmarkaðan aðgang að kerfishlutanum Mannauður. Notandinn hefur aðgang að öllum starfsmönnum í kerfinu, bæði núverandi og þeim sem látið hafa af störfum. Hann hefur eingöngu aðgang að spjöldum og skýrslum sem tilheyra flipanum Þekking og fræðsla í starfsmannatré. Þá hefur hann einnig aðgang að öllum skýrslum sem tilheyra fræðsluhluta kerfisins. 

Ráðningar: Notandi með hlutverkið Ráðningar hefur aðgang að kerfishlutanum Ráðningar. Notandinn hefur aðgang að öllum auglýsingum í kerfinu, umsækjendum og öllum þeirra gögnum. Hann hefur aðgang að öllum skýrslum og aðgerðum sem tilheyra viðkomandi kerfishluta. Notandinn hefur ekki aðgang að neinum gögnum um starfsmenn. Hlutverkið er ætlað ráðningarfulltrúum eða þeim sem vinna eingöngu við ráðningar í fyrirtækjum. 

Ráðningar (valdar auglýsingar): Notandi með hlutverkið Ráðningar - valdar auglýsingar hefur aðgang að kerfishlutanum Ráðningar. Notandinn hefur aðgang að þeim auglýsingum sem honum er veittur aðgangur að í kerfinu, umsækjendum og öllum þeirra gögnum. Hann hefur aðgang að skýrslum og aðgerðum sem tilheyra viðkomandi kerfishluta. Notandinn hefur ekki aðgang að neinum gögnum um starfsmenn. Hlutverkið er ætlað yfirmönnum eða öðrum sem koma að yfirferð umsókna. Hlutverkið veitir ekki aðgang að ráðningu né höfnun umsækjenda.

Yfirmaður með laun: Notandi með hlutverkið Yfirmaður með laun hefur aðgang að sínum undirmönnum í kerfinu og hefur heimild til að stofna, eyða, afrita og breyta færslum hjá þeim. Hann sér engar launaupplýsingar hjá öðrum en undirmönnum sínum. Notandi hefur aðgang að spjöldum og skýrslum sem tilheyra kerfishlutunum mannauður og laun. Þetta hlutverk veitir ekki aðgang að launaseðlum, gefa þarf aðgang að því sérstaklega. Hlutverkið er ætlað yfirmönnum sem hafa heimild til að sjá launaupplýsingar um sína undirmenn og þeim sem annast samþykkt launa. Eins getur þetta hlutverk gefið aðgang að vinnslu fyrir launabreytingar sinna starfsmanna, beiðnaferli, frammistöðumat og gátlista.

Yfirmaður án launa: Notandi með hlutverkið Yfirmaður án launa er sambærilegt og hlutverkið Yfirmaður með laun nema í þessu hlutverki er enginn aðganagur að launaupplýsingum. Hlutverkið getur líkt og hlutverkið Yfirmaður með laun gefið aðgang að beiðnaferli, frammistöðumati og gátlistum.

Starfsmannavefur: Starfsmenn þurfa að hafa hlutverkið Starfsmannavefur til að komast inn á starfsmannavefinn. Þar fá þeir aðgang að sínum gögnum, geta skráð sig á námskeið, séð sín skjöl, sent inn beiðni, svarað frammistöðumati og fleira.