Viðvera 23.2.1

Vinnuskylda ekki að reiknast rétt í tímaskráningu

APPAIL-9782

Ef vinnuskylda á dag var 7,58 tímar var tímaskráning ekki að reiknast rétt út frá vinnuskyldu á starfsmannavef. Var tímaskráningin að reiknast sem 7,57 í stað 7,58. Þetta hefur verið lagað.

Tímaskráning - dagsetning inn- og útskráningar við færslu

Búið er að bæta við dagsetningu við inn- og útskráningu á hverja færslu í tímaskráningu. Er því hægt að sjá í listanum hvaða dag innskráning átti sér stað annars vegar og hvaða dag útskráning átti sér stað.

Inni/úti - síu bætt á dálkinn Starfsmaður

APPAIL-9710

Síu var bætt á dálkinn Starfsmaður í listanum Inni/úti á Kjarna vefnum.

Viðvera - Inni/úti

APPAIL-8815

Bætt hefur verið við lista á starfsmannavefnum þar sem starfsmenn geta séð upplýsingar um samstarfsmenn og hvar skráningar þeirra eru út frá tegundunum stimplana. Geta starfsmenn með þessu séð t.d. staðsetningu starfsmanna ef tegund stimplunar ber heiti staðsetningar. Er þetta sambærilegur listi og er á Kjarna vefnum. Ef óskað er eftir að nota þennan lista þarf að bæta við aðgangi í aðgangshlutverkið fyrir starfsmannavefinn. Senda skal beiðni á service@origo.is

Orlofsréttur

APPAIL-7663 / APPAIL,-9669

Bætt hefur verið við virkni þar sem núna er tékkað á orlofsstöðu starfsmann þegar starfsmaður skráir orlof í viðveru en einnig ef hann sendir inn orlofsbeiðni á starfsmannavefnum. Sama virkni er ef yfirmaður er að samþykkja orlofsbeiðni á Kjarna vefnum eða að skrá inn orlofsskráningu á starfsmann. Hægt er að slökkva á þeirri virkni að tékkað er á orlofsstöðu starsfmanns. Ef óskað er eftir því að slökkva á þessu tékki skal senda beiðni á service@origo.is

Breyting á samþykktu orlofi skilar sér ekki í tímaskráningar

APPAIL-7629

Ef yfirmaður breytti samþykktu orlofi var breytingin ekki að skila sér í tímaskráningarnar. Þetta hefur verið lagað.

Veikindaréttur - stopp á skráningu ef veikindaréttur er tæmdur.

APPAIL-7706

Nú er hægt að skilgreina veikindarétt starfsmanna í launatöflum eftir kjarasamningum. Þegar réttindin hafa verið skráð er ekki hægt að skrá veikindi á starfsmenn umfram rétt þeirra. Upp koma meldingar um að ekki sé hægt að skrá alla daga á völdu tímabili eða að ekki sé hægt að skrá nein veikindi því veikindaréttur sé fullnýttur. Sjá hér hvar skilgreiningar veikindaréttar eru settar inn: https://kjarni.atlassian.net/wiki/spaces/KJAR/pages/17400121