Leiðrétting lífeyrissjóða og stéttarfélaga

 

 

 

 

 

 

Hægt er að leiðrétta lífeyrissjóði og stéttarfélög úr fyrri launakeyrslum ársins. Það þarf að handskrá leiðréttinguna en hægt er að flýta fyrir með því að nota innlestur eða Flýtiskráninguna ef um stóra leiðréttingu er að ræða.

 

Ef td. starfmaður greiddi í rangan lífeyrissjóð í síðustu launakeyrslu er best að hafa launafærslur starfsmannsins fyrir þá útborgun á öðrum skjá til hliðsjónar.

Ýta á “Útborgun” á efri valstiku

Hægrismella á þá útborgun sem við viljum skoða og velja “Fara í launaskráningu”

 

Þá opnast gluggi sem hægt er að færa yfir á annan skjá. Þar þurfum við að ýta á Sjá/fela útreikning á neðri valstiku til að sjá afreiknuðu færslurnar.

 

Þá getum við síað á þá stofnun sem við viljum leiðrétta. Í þessu dæmi viljum við leiðrétta Gildi lífeyrissjóð og því veljum við stofnun 200

Það þarf að skrá inn þessar færslur í opna útborgun með öfugum formerkjum.

 

Passa þarf að allar upplýsingar fylgi með;

Launaliður - skrá inn alla launaliðina sem fylgja stofnuninni sem á að leiðrétta.

Gr.eining - sama gr.eining nema með öfugum formerkjum

Upphæð - sama upphæð

Frá og Til - ef þú ert að leiðrétta maí mánuð verður að skrá 1.5.-31.5, þessar upplýsingar fylgja með skilagreininni til sjóðanna.

Stofnun - passa að setja rétt númer stofnunar svo leiðréttingin skili sér í réttan sjóð.

Ef stofnuð var leiðréttingaútborgun fyrir leiðréttinguna þarf að senda staðgreiðsluskilagrein aftur ef breyting verður á tryggingagjaldi. RSK tekur ekki tvisvar við sömu skilagrein en hægt er að senda aftur ef einhverjar breytingar eru. Eftir að búið er að senda skilagrei aftur þarf að skrá sig inn á skattur.is og bakfæra fyrri skilagrein.