Starfsmannavefur 24.1.1
Fela Áætlað á flísinni Fjarvera - Tímaskráningar
Núna er hægt að fela Áætlað á flísinni Fjarvera - Tímaskráningar. Ef óskað er eftir að fela þessar upplýsingar skal senda beiðni á service@origo.is
Launaupplýsingar allra virka launamannanúmera starfsmanns
Ef starfsmaður sinnir fleiri en einu starfi (á til fleira en eitt launamannanúmer) þá er búið að bæta við að núna birtast upplýsingar um öll störfin undir Launaupplýsingar. Áður var bara verið að birta upplýsingar um aðallaunamannanúmerið.
Styrkir - viðhengi ekki að skila sér í tölvupósti
Ef viðhengi voru send með þegar sótt var um styrk þá var viðhengið ekki að skila sér með í tölvupóstinum ef notaðir voru vafrarnir Chrome og Edge. Þetta hefur verið lagað.
Breyta heitinu Skattkort í Persónuafsláttur
Þar sem skattkort voru aflögð fyrir margt löngu þá hefur heiti þeirra verið breytt í Persónuafsláttur á starfsmannavef.
Orlofsbeiðni - velja tímastjóra sem samþykkjanda
Núna er hægt að hafa val um það að velja tímastjóra sem samþykkjanda á orlofsbeiðni. Ef óskað er eftir að fá þessa virkni inn þarf að senda beiðni á service@origo.is. Setja þarf inn stillingu og uppfæra hlutverk tímastjóra fyrir þessa virkni.
Líkamsræktarstyrkur - gildisdagsetning á föstum liðum
Búið er að gera breytingu á íþróttastyrknum og er núna hægt að tilgreina launatímabilið í stillingu og vistast færsla í föstum liðum með gildisdagsetningu út frá því hvað er tilgreint í þeirri stillingu. ATH. þeir sem eru með Teríu og Viðveru eru með þessa stillingu á kerfinu hjá sér. Aðrir þurfa að bæta henni við hjá sér ef nota á launatímabilið til að ákvarða gildistíma á föstum liðum fyrir íþróttastyrkinn. Ef stilling er ekki inni þá er gildisdagsetning á íþróttastyrk í föstum liðum 1. dagur mánaðarins á eftir líkt og áður. Ef stilling fyrir launatímabil er inni þá er gildisdagsetning á íþróttastyrk í föstum liðum 1. dagur þess mánaðar sem fellur innan launatímabilsins. Dæmi: Launatímabil er 20.-.19. Ef stilling er inni og sótt er um styrk 15. maí þá kemur hann inn í fasta liði með dagsetningunni 1. maí og kemur þá til greiðslu í útborgun fyrir maí laun. Ef stilling er ekki inn þá kemur íþróttastyrkur inn í fasta liði með dagsetnginunni 1. júní og kemur þá til greiðslu í útborgun fyrir júní laun. Ef óskað er eftir að fá þessa breytingu inn skal senda beiðni á service@origo.is
Þeir viðskiptavinir sem eru með Teríu og Viðveru í dag og eru að skilgreina launatímabilið fyrir það fá sjálfkrafa þessa virkni inn fyrir líkamsræktarstyrkina.