Laun 24.2.1
Leiðrétta laun - Leyfa aðeins eitt hak
Í aðgerðinni “Leiðrétta laun” er aðeins leyfilegt að hafa hak í einum reit undir “Aðgerð” svo leiðréttingin virki, En það hefur þó verið hægt að hafa hak í öllum reitunum.
Virkninni hefur verið breytt þannig að núna leyfir aðgerðin eingungs eitt hak.
Skráning á dagsetningum í launaskráningu
Skráning dagsetninga í launaskráningu hefur verið samræmd við skráningu dagsetninga í öðrum spjöldum þannig að nú er hægt að skrá hana inn í einu lagi án þess að setja punkta á milli eins og þurft hefur til þessa.
Starfsmaður - Aldur og fæðingardagur uppfærist ef kennitölu er breytt
Ef starfsmaður var stofnaður í Kjarna með rangri kennitölu þá voru fæðingardagur og aldur ekki að uppfærast þegar kennitalan var lagfærð. Virknin hefur verið lagfærð þannig að þessi svæði uppfærast þegar kennitala er leiðrétt.
Skattprósentur - Bæta inn skýringasvæði
Þegar stofnaðar eru skattaskilgreiningar sem eru frábrugnar RSK skattareglunni fá þær fyrirtækjanúmerið 9000 og eitthvað og heitið Starfsmannaregla. Til þessað auðvelda aðgreiningu á reglum hefur skýringasvæði verið bætt í spjaldið fyrir neðan reitinn Fyrirtæki nr. Skýringasvæðið kemur einnig sjálfvalið fram í listanum yfir allar skattaskilgreiningarnar.
Skattkort - Nafni á spjaldinu skattkort hefur verið breytt í persónuafsláttur
Nafni á spjaldinu skattkort hefur verið breytt í persónuafsláttur, bæði spjaldinu sjálfu og einnig ef listi yfir alla starfsmenn er skoðaður í Mannauður>Persónuafsláttur.
Launaáætlun - Aðgerð til að afrita starfsmann
Komin er aðgerð sem stofnar auka starfsmann í launaáætlun útfrá eldri starfsmanni. Sjá leiðbeiningar hér: 9. Stofna auka starfsmann í áætlun
Launaáætlun - Birta starf í stað stöðu í skráningarmynd áætlunar á vef
Útbúið hefur verið vefgildi til birtingar á starfi í stað stöðu í skráningarmynd launaáætlunar á vef. Til þess að virkja það vefgildi þarf að senda beiðni þess efnis á service@origo.is
Launaáætlun - Skráning og birting aukastafa í áætlun á vef
Nú er hægt að skrá einingar með 4 aukastöfum í launaáætlun á vef.
Launaáætlun - Aukastafir stöðugilda í skýrslum launaáætlunar á vef
Stöðugildi eru núna að birtast með 4 aukastöfum í skýrslum launaáætlunar á vef.
Launaáætlun - Reikna marga í einu á vef
Hnappi hefur verið bætt efst í skráingarmynd áætlunar á vef sem reiknar alla óreiknaða sem hafa fengið á sig skráningu. Hnappurinn heitir “Reikna alla”.
Launaáætlun - Breytt virkni útfrá nýju kostnaðarstöðvasvæði í Tenging innan fyrirtækis.
Nýju svæði hefur verið bætt í spjaldið Tenging innan fyrirtækis sem heitir “áætlun fast skipurit”. Einnig eru komnar nokkrar nýjar aðgerðir undir áætlun tengdar þessu nýja svæði svo hægt sé fyrir þá sem þess óska að festa skipurit starfsmanna fyrir áætlun svo að launafærslur í áætlun færist ekki úr stað þegar og ef starfsmenn eru að færast til í störfum eftir að áætlun hefur verið stofnuð.
Sjá nánari upplýsingar úr handbók hér: 12. Áætlun með föstu skipuriti
Launaáætlun - Ný aðgangsstýring út frá kostnaðarstöð
Útbúin hefur verið ný aðgangsstýring fyrir launaáætlun útfrá kostnaðarstöð sem vinna þarf með þegar skipurit áætlunar er fest. Aðgangur hvers notanda að áætluninni er skilgreindur í nýrri aðgangstöflu sem fékk heitið XapUserTable. Ráðgjafar Origo munu aðstoð við uppsetningu og stillingu á hlutverkum yfirmanna þesu tengt. Senda þarf beiðni á service@origo.is þess efnis.
Launaáætlun - Aðgerð sem uppfærir kostnaðarstöð í launaáætlun
Aðgerð sem uppfærir launaáætlunarfærslur út frá virkri kostnaðarstöð í Tenging innan fyrirtækis. Þessa aðgerð þarf svo hægt sé að bera saman launaáætlun og launakostnað út frá kostnaðarstöð ef kostnaðarstöð hefur verið fest fyrir áætlun og skipulagsbreytingar hafa átt sér stað.
Launaáætlun - Mismunur á föstu skipuriti fyrir áætlun og virku skipuriti
Hægt er að keyra þessa skýrslu til þess að sjá hvaða starfsmenn eru komnir með aðrar kostnaðarstöðvar skv. skipuriti en festar eru vegna áætlunar.
Launaáætlun - Bæta excel hnappi við dálkalista
Excel hnappi hefur verið bætt við dálkalista í launaáætun á vef.
Launabreytingar á vef - Svæðum bætt við lista
Svæðið (dálkurinn) Kennitala var bætt við listana Launabreytingar > Laun og Launabreytingar > Launabreytingar.
Launaseðill - Birting á starfi í stað stöðu
Hægt hefur verið með stillingu að skipta launaseðli upp eftir stöðu. Nú hefur verið útbúin ný stilling til að skipta launaseðli upp eftir starfi. Til þess að virkja þá stillingu þarf að senda beiðni þess efnis á service@origo.is
Bæta inn svæðum í listann “Starfsaldur”
Eftirfarandi svæði eru núna inndraganleg í skýrsluna Starfsaldur sem finna má undir skýrslur:
Fyrirtæki
Kostnaðarstöð
Skipulagseining
Staða
Starf
Vinnustund - Uppfæra upplýsingar um kyn einstaklinga
Virkninni í tengingu Kjarna við Vinnustund hefur verið breytt þannig að ef kyni er breytt á starfsmanni í Kjarna þá uppfærsit það í Vinnustund þegar starfsmannaspjaldið er vistað.
Aðgangur að flipanum Launakerfi í starfsmannaspjaldi
Viðbótaraðgangsstýringu hefur verið bætt við fyrir flipann Launakerfi í starfsmannaspjaldi. Þeir viðskiptavinir sem nota þennan flipa þurfa því að senda póst á service@origo.is og tiltaka í hvaða aðgangshlutverk bæta eigi þessum aðgangi í.
Launafulltrúi erfður af skipulagseiningu
Ef launafulltrúi, sem skráður er á starfsmann, er erfður af skipulagseiningu þá kemur hann í dálkinn Erfður launafulltrúi í listunum Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis. Ef launafulltrúi er skráður á starfsmann í spjaldinu Tenging innan fyrirtækis þá kemur hann í dálkinn Launafulltrúi í listunum Starfsmenn og Tenging innan fyrirtækis. Hafa þarf því báða þessa dálka í listunum ef verið er að nota þessa flokkun fyrir starfsmenn.