Jafnlaunavottun og launaskýrslur

Kjarni styður jafnlaunavottun. Í Kjarna er hægt að halda utan um verðmætamat starfa ásamt öðrum upplýsingum tengdum jafnlaunavottun.

Starfaflokkun (sjá atriði 1.-5. hér að neðan) er sett inn á stöðuna í Kjarna. Starfafjölskylda (atriði nr. 6 hér að neðan) er sett á einstaklinginn með því að skrá starfafjölskylduna í grunnlaunaspjald starfsmanns.

Starfaflokkun

  1. Starf - Hægt er að nota Starf til þess að halda utan um starfahópa/starfafjölskyldur. Hægt er að setja launaramma á störf.
  2. Starfaflokkur, ÍSTARF95 - Starfaflokkun Hagstofunnar er hægt að skrá á störf og stöður
  3. Stigatala úr starfsmati - Hægt er að skrá stigatölu úr starfsmati á stöður í Kjarna
  4. Logib - Hægt er að stofna Logib flokkun og skrá þannig ábyrgð, hæfni og menntun/reynslu á stöður í Kjarna. 
  5. Viðmið, yfir- og undirviðmið - Hægt er að stofna yfir- og undirviðmið og tengja á stöður í Kjarna. 
  6. Starfafjölskyldur - Hægt er að stofna starfafjölskyldur og tengja starfafjölskyldu inn á grunnlaunaspjald starfsmanns. Hægt er að setja launaramma á starfafjölskyldur.

Persónubundnir þættir

Fyrir þá viðskiptavini sem halda utan um persónubundna þætti er hægt að virkja spjaldið Jafnlaunavottun - Persónubundnir þættir til þess að skrá þær upplýsingar á starfsmenn. Þar er hægt að velja yfir- og undirviðmið og skrá stigafjölda fyrir persónubundin viðmið á starfsmann. Ef kveikt er á þessari virkni þá birtast þessar upplýsingar líka í skýrslunni Jafnlaunavottun sem aðgengileg er í hliðarvalmynd Kjarna undir Skýrslur > Jafnlaunavottun. Til þess að virkja þennan möguleika í kerfinu skal senda póst á service@origo.is. 

Launagreiningar

  • Jafnlaunagreining BSI er innbyggð í Kjarna. 
  • Jafnlaunavottun er skýrsla sem inniheldur öll þau svæði í Kjarna sem notuð eru til starfaflokkunar ásamt launaupphæðum og ýmsum grunnbreytum. Viðskiptavinir geta aðlagað þessa skýrslu eftir sínum þörfum. Skýrslan sækir gögn eftir bókunarmánuðií bæði í lokaðar og opnar útborganir launamanna sem eru í starfi.  Launamenn sem eru með ráðningarmerkinguna Hættir, Á eftirlaun, Í leyfi eða Í vekindaleyfi koma ekki fram í skýrslunni.

Önnur virkni

Launarammi - Hægt er að stofna launaramma og tengja á störf og starfafjölskyldur.


Rökstuðningur á frávikum - Á grunnlaunaspjald er hægt að skrá rökstuðning fyrir mögulegum frávikum starfsmanna.


Vöntunarlisti starfslýsinga - Hægt er að tengja starfslýsingu á stöður. Í lista yfir stöður, Kjarni > Stofnskrár > Stöður, er hægt að sjá á fljótlegan hátt hvort starfslýsingu vanti á einhverja stöðu.