Kjarni - App 24.3.1
Annað heitir núna Meira
Búið er að breyta heitinu á flipanum Annað í Meira.
Stilla hvaða síða er Heim
Hægt er að stilla hvaða síða birtist undir Heim. Getur þetta komið sér vel ef ekki er verið að nota þá virkni sem er birt í flipanum Heim. Þetta er stillt af ráðgjöfum Origo.
Viðvera - athugasemdabox í tímaskráningu
Í iOS var það að gerast að lyklaborðið fór fyrir textaboxið í tímaskráningu. Þetta hefur verið lagað.
Viðvera - tölvupóstur þegar fjarvera er skráð
Hægt er að senda tölvupóst á tímastjóra (ef hann er skráður, annars fer hann á næsta yfirmann) þegar fjarvera er skráð. Skilgreina þarf fyrir hvaða tegundir fjarveru á að senda tölvupóst. Ef óskað er eftir að fá þessa virkni inn þarf að senda beiðni á service@origo.is. Ef verið er að nota þess virkni fyrir starfsmannavefinn í dag þá þarf ekki setja inn neina stillingu.
Launaupplýsingar - breytingar á birtingu álags
Búið er að breyta birtingu álags að núna birtist það ekki nema skráð sé í þessi svæði. Einnig er hægt að fela þessi svæði alveg ef skráð er í þau en á ekki að birta þau starfsmanninum.
Launaupplýsingar - birting á launaflokkum
Sveitafélögin eru að nota skráningu á launaflokkum í grunnlaunaspjaldi starfsmanns. Hægt er að birta þessa launaflokka undir launaupplýsingar. Setja þarf inn stillingu ef óskað er eftir að birta þetta starfsamnninum.
Grunnupplýsingar - breyta símanúmer 2
Núna getur notandinn breytt símanúmeri 2 undir grunnupplýsingar en opna þarf sérstaklega fyrir það ef notandi á að geta breytt þessu símanúmeri.
Skjöl - sía fyrir tegund skjala
Núna er hægt að sía á tegund skjals undir Skjöl.
Dagpeningar
Búið er að bæta við virkninni fyrir dagpeninga í appið. Ef óskað er eftir að birta þennan kerfishluta í appinu skal senda beiðni á service@origo.is
Fræðslubeiðni
Búið er að bæta við virkninni fyrir fræðslubeiðni í appið. Ef óskað er eftir að birta þennan kerfishluta í appinu skal senda beiðni á service@origo.is
Námskeiðsmat
Búið er að bæta við virkninni fyrir námskeiðsmatið í appið.
Ýmsar útlitsbreytingar
Þar sem appið er enn í þróun erum við stöðugt að breyta og bæta við. Ýmsar útlitsbreytingar voru í þessari útgáfu.