Frammistöðumat

Eins og í ráðningalausn og gátlistum þá eru spurningar og spurningasniðmát grunnurinn að frammistöðumatinu. Frammistöðumatseyðublað er hægt að stofna frá grunni með því að stofna spurningahópa og velja inn í það spurningar eða byggja það á fyrirfram skilgreindum spurningasniðmátum, sjá nánar Spurningar og spurningasniðmát í frammistöðumati

Í Frammistöðumati í hliðarvalmynd er hægt að tengja frammistöðumatseyðublað á starfsmann. Það er gert með þvi að stofna nýja færslu og velja þar inn frammistöðumatseyðublað og starfsmann. Það fyllist sjálfkrafa út í svæðið Framkvæmdaraðili frammistöðumats með upplýsingum um þann aðila sem er skráður sem framkvæmdaraðili frammistöðumats á skipulagseiningu starfsmannsins. Ef annar aðili á að meta þennan tiltekna starfsmann en almennt á við um starfsmenn þessarar skipulagseiningar þá er hægt að yfirskrifa framkvæmdaraðilann á þessari skjámynd. Hægt er að skrá inn þær dagsetningar sem aðilar þurfa að vera búnir að fylla út frammistöðumatið fyrir. "Dagsetning frammistöðumats" er lokaskilafresturinn á matinu í heild, sú dagsetning má ekki vera á undan svarfrestum starfsmanns og yfirmanns en má vera sama dagsetning eða lengra fram í tímann. Hægt er að tengja áminningar við þessar dagsetningar. 

ATH. Allar dagsetningar verða að vera fram í tímann. Líka Dagsetning frammistöðumats. Ekki er hægt að svara matinu ef Dagsetning frammistöðumats er liðin.


Hægt er að stofna frammistöðumat á marga og þar hægt að velja m.a. út frá skipuriti, starfsmanni eða kennitölum fyrir þá sem á að stofna frammistöðumat fyrir.  Smellt er á Frammistöðumat á marga í hliðarvalmyndinni. Þegar valmyndin opnast þarf að byrja á því að smella á flipann Frammistöðumat og setja þar inn frammistöðumatseyðublaðið og dagsetningar. Svo er smellt á flipann Skipurit (ef á að senda frammistöðumat á ákveðnar skipulagseiningar t.d.) og þar er valin inn viðeigandi skipulagseining. Þegar smellt er á Sækja þá sendist frammistöðumatið á viðkomandi starfsmenn, þ.e. matið verður aðgengilegt á starfsmannavefnum.

Þegar frammistöðumatið hefur verið stofnað í Kjarna þá verður það aðgengilegt starfsmanni og framkvæmdaraðila á starfsmannavef. 

Frammistöðumatið er aðgengilegt í valmynd starfsmannavefsins.

Báðir aðilar sjá yfirlit yfir frammistöðumat á vefnum. Ef fleiri en eitt frammistöðumat er tengt á starfsmann/framkvæmdaraðila þá listast þau upp á vefnum. Einnig er hægt að skoða frammistöðumat fyrri ára.

Starfsmaður og framkvæmdaraðili svara spurningum frammistöðumatsins. Hægt er að vista niðurstöður og klára síðar með því að smella á Vista. Niðurstöðunum er svo skilað alla leið í frammistöðumatshluta Kjarna þegar smellt er á Ljúka.  Mikilvægt er að smella á Ljúka svo það birtist sem Skilað í frammistöðumatshluta Kjarna.


Eftir að starfsmaður og framkvæmdaraðili hafa skilað frammistöðumatinu er það aðgengilegt framkvæmdaraðila svo hægt sé að fara yfir og sammælast um niðurstöður. Þá birtist matið í yfirliti framkvæmdaraðila með Svarað.

Eftir að framkvæmdaraðili og starfsmaður hafa síðan farið yfir frammistöðumatið getur framkvæmdaraðili opnað matið með því að smella á Svarað og breytt svörunum til samræmis við það sem aðilar hafa sammælst um og smellt svo á Ljúka. Við þá aðgerð verður til lokaniðurstaða og frammistöðumatið verður aðgengilegt starfsmanninum aftur til skoðunar.

Eftir að framkvæmdaraðili hefur smellt á Ljúka þá birtist matið í yfirliti hans á starfsmannavefnum með Lokið.


Þegar þessu ferli er lokið þá birtist Skilað undir Svör frammistöðumats í Kjarna client.
Skýrsla með niðurstöðum frammistöðumats, Svör frammistöðumats, er aðgengileg í hliðarvalmynd undir Kjarni > Frammistöðumat. Upp kemur valskjár þar sem nauðsynlegt er að velja frammistöðumatseyðublað. Einnig er hægt að takmarka niðurstöðuna við ákveðið tímabil, ef við á.

Skýrslan keyrist upp með nafni starfsmanns og svörum við endanlegu frammistöðumati. Hægt er að velja inn í skýrsluna helstu grunnupplýsingar starfsmanns, s.s. stöðu, skipulagseiningu og kennitölu. Í aftasta dálki skýrslunnar er svo útreiknuð niðurstaða m.v. þær skalaspurningar sem frammistöðumatið inniheldur.Ath. Ef viðskiptavinir vilja að heiti Frammistöðumats sé annað á starfsmannavefnum þá þarf að senda inn beiðni þess efnis á service@origo.is

Það sem er í boði er eftirfarandi:

  • Samtal
  • Starfsþróunarsamtal
  • Starfsmannasamtal