Orlof og veikindi
Undir Orlof og veikndi birtast fimm listar, Orlofsstaða, Orlofsyfirlit, Samþykkt orlof, Veikindi og Veikindi barna
Listarnir Orlofsstaða, Orlofsyfirlit og Samþykkt orlof eru þeir sömu og eru undir Mannauður, sjá hér
Ef verið er að nota Viðveruna þá uppfærist orlofsstaða strax við skráningu á orlofi í þessum listum. Allir þessir listar sýna núverandi stöðu m.v. tímaskráningu í viðveru.
Veikindi
Hér birtast færslur frá þeim starfsmönnum sem hafa skráð veikindi og hægt að sækja veikindastöðu þeirra. Tímabil réttinda er ár aftur í tímann frá þeim degi sem veikindastaða er skoðuð, eða frá þeim tíma sem viðkomandi hóf störf og fram að deginum í dag.
Veikindi barna
Hér birtast færslur frá þeim starfsmönnum sem hafa skráð veikindi barna og hægt að sækja veikindastöðu þeirra. Tímabil réttinda er almanaksárið.