Stórafmæli

Í skýrslunni stórafmæli má finna lista yfir alla sem eiga stórafmæli á ákveðnu ári. Þegar skýrslan er keyrð upp kemur upp Valskjár þar sem forsendur eru valdar inn í skýrsluna.

Það ár sem á að miða við er sett í reitinn Viðmiðunarár.

Listinn keyrir upp stórafmæli á 5 eða 10 ára tímabili, eftir því hvað valið er á valskjá. Þannig birtir skýrslan t.d. þá sem eiga 5,10,15,20,25,30,35,40,45..... ára afmæli á tilteknu ári. 

Hægt er að flokka listann eftir aldri með því að draga dálkinn stórafmæli upp.