Stofnskrár - 2 Skipurit

Fyrirtæki

Fyrirtæki eru stofnuð hér og tengd á samstæðu.

Hér eu skráðar helstu upplýsingar eins og kennitala og heimilisfang ásamt atvinnugreinaflokkun fyrir Kjararannsókn.

Hér þarf einnig að vera skráð eitt netfang sem notað er í samskiptum við Ríkisskattstjóra vegna vefskila á staðgreiðslu.

Auðvelt er að setja logo fyrirtækis hér inn með því að hægri smella í myndasvæðið "Merki" og velja þar Load og sækja vistað logo fyrirtækis. Ath. að logo má ekki vera stærra en 64 kb.

Kostnaðarstöðvar

Kostnaðarstöðvar er hægt að stofna á hlaupandi númerum (vísir) eða nota t.d. sama númer og notað er við launabókun. Þegar ný kostnaðarstöð er stofnuð þarf að stilla hana inn á ákveðið fyrirtæki.

Hægt er að skrá sérstakan bókhaldslykil fyrir kostnaðarstöðvar ef þess er óskað, en oftast er bókhaldslykill uppsettur fyrir launaliði.

Einnig er hægt að sækja verknúmer og festa á kostnaðarstöð sem erfist þá alveg niður á launafærslu starfsmanns.

Í launabókun er hægt að sækja í Vísisnúmer kostnaðarstöðvr, Nr. kostnaðarstöðvar, bókhaldslykil kostnaðarstöðva og verk.

Sjá líka hér í kaflanum Mannauður, Skipurit.

Skipulagseiningar

Skipulagseiningar eru stilltar inn á fyrirtæki og á þær eru stilltar kostnaðarstöðvar, þetta er skilyrt og verður að fylla út.  Mörg fleiri svæði eru í boði til að auðvelda vinnslu í Kjarna og við skýrslugerð.

Sjá líka hér í Stofna skipulagseiningu í Mannauður, Skipurit.

Stöður

Stöður þarf að stilla inn á Skipulagseiningar og þar með erfa þær fyrirtækið. Ýmislegt fleira er hægt að stilla inn á stöður til að auðvelda skýrslugerð og vinnslur í Kjarna.

Sjá líka hér í Stofna stöður í Mannauður, Skipurit.