Sækja og bóka skuldbindingu

Upplýsingar um uppsetningu á ávinnslum og skuldbindingum er að finna í kaflanum Ávinnslur.

Að öllu jöfnu er skuldbinding sótt um leið og launavinnslu er lokið og hún bókuð í kjölfar launabókunar.

Skuldbinding sótt

Athugið að ávallt er sótt heildarskuldbinding fyrirtækis eins og hún er á hverjum tíma! 

Í launahring er smellt á Ávinnslur og þar á "Sækja" í ávinnsluhring.

 

Ekki þarf að velja skilyrði í valskjá frekar en óskað er eftir, heldur smellt beint á Sækja.  

Ávinnslur eru sóttar út frá greiddum launum / réttindalaunaliðum og skuldbinding reiknuð út frá föstum liðum starfsmanna, skv. uppsetningu skuldbindingar, en aðgerðin sækir áunnið orlof, orlofsuppbót og desemberuppbót í þegar uppfærðar útborganir.

Þess vegna eru ávinnslur og skuldbindingar aðeins sóttar í eina útborgun í mánuði - þó svo að mögulega séu fleiri útborganir í hverjum mánuði.

Ávinnslurnar koma inn í skráninguna í tvennu lagi, annars vegar rauðar færslur sem eru ávinnslurnar og hins vegar ljósbláar færslur sem eru launagreiðslur/skuldbinding.

Skuldbinding bókuð

Í ávinnsluhring er smellt á Bóka.

Skuldbinding skrifuð í bókhaldsskrá

Nú er smelt á litla textan vinstra megin við Bóka í launahring, en þar stendur Bókhald.

Ef skrifað hefur verið forrit til að útbúa innlestrarskrá ávinnslbókunar þá er smelt á síðasta hlekkinn í flæðiritnu "Senda" og skráin vistuð niður á  drif sem bókari hefur aðgang að til að bóka skuldbindinguna.

Ef slíkt forrit hefur ekki verið skrifað, þá er smelt á Skoða í flæðiritinu og skýrslan sem upp kemur tekin út í excel og vituð niður á drif sem bókari hefur aðgang að til að bóka skuldbindinguna.

Skýrslan Greina sýnir samtölur per bókhaldslykil, en inn í þann lista er hægt að draga allar víddir sem bókað er á.

Athugið að ávallt er sótt heildarskuldbinding fyrirtækis eins og hún er á hverjum tíma! Því þarf að bakfæra síðustu bókun þegar ný er bókuð.