Kjarna app

Í Kjarna appinu geta starfsmenn nálgast grunnupplýsingar um samstarfsmenn sína, s.s. starfsheiti, símanúmer og netföng. Í appinu er hægt að leita að samstarfsmönnum eftir nafni, starfsheiti, símanúmer o.s.frv. auk þess sem hægt er að hringja eða senda tölvupóst beint úr appinu. 

Hægt er að nálgast appið í Google Play: https://play.google.com/store/apps/details?id=is.applicon.kjarni.kjarnimobile&pcampaignid=MKT-Other-global-all-co-prtnr-py-PartBadge-Mar2515-1

og App Store: https://itunes.apple.com/us/app/kjarni/id1203271290?mt=8

Til þess að tengja appið við kerfi viðkomandi viðskiptavinar þá þarf hver og einn notandi að setja kerfiskóða viðskiptavinar í stillingar á appinu. 

Smellt er á stillingahjólið í appinu:

Og kerfiskóði skráð í Kjarna kóði. Nafn kerfis er nafnið sem slegið er inn í upphafi þegar Kjarna kerfinu er hlaðið niður á tölvu notanda. Ef óskað er upplýsinga um kerfiskóða skal senda fyrirspurn þess efnis á service@origo.is. 

Til þess að geta notað app-ið þurfa starfsmenn að vera til sem notendur í Kjarna. Sjá hér upplýsingar í tengslum við notendur og aðgangsmál í Kjarna. 


Ath. að einnig er hægt að Birta starfsmannavef sem shortcut í síma.

Þá er farið inn á starfsmannvefinn í browser í símanum, smellt svo á deila táknið neðst í glugganum (sjá skjámynd) og velja þar Add to Home Screen

Við þessa aðgerð þá birtist vefsíðan sem nokkurs konar app á heimaskjá notanda. Hægt er að breyta nafni sem birtist fyrir neðan icon-ið eins og notanda þykir best.

Þarna kemst notandi í allar aðgerðir á starfsmannvefnum eins og t.d. að skrá sig á námskeið og slíkt.