Þýðingar
Unnið er að því að gera Kjarna þýðanlegan yfir á önnur tungumál. Fyrsta skrefið í því er að gera notendum kleift að þýða auglýsingarnar í ráðningarhluta Kjarna þannig að hægt sé að birta atvinnuauglýsingar á vef á fleiri tungumálum en á íslensku.
Í töflu XapLanguage.List eru upplýsingar um þau tungumál sem uppsett eru á kerfi viðskiptavinar. Í stillingu XapLanguage.DefaultUI í Stillingar > Gildi kemur fram hvert er default tungumálið á kerfi viðskiptavinar. Almennt er það íslenska.
Eftirfarandi skipanir eru notaðar til þess að skipta á milli tungumála:
Language.Change.en-US
Language.Change.is-IS
Þessar skipanir eru skráðar í skipanagluggann neðst í vinstra horni Kjarna og smellt á enter. Við það er skipt um tungumál. Þegar skipt hefur verið yfir í það tungumál sem þýða á yfir á þá er viðkomandi listi keyrður upp, textarnir þýddir og breytingarnar vistaðar.
Gögn sem á að þýða | Skipun |
---|---|
Spurningar | QAInput.List eða QAInput.Select |