Orlofsstaða

Listinn Orlofsstaða sem er í Hliðarvali > Kjarni > Laun, opnast á valskjá sem kemur upp með yfirstandandi orlofsár og möguleika á að velja fyrirtæki og  ákveðinn launamann.

Nánari útskýring á uppsetningu skýrslunnar:

  • Fyrsti dálkurinn sýnir orlofsrétt starfsmanns í upphafi orlofsárs út frá ávinnslu síðasta árs sem kemur frá á launalið 9289
  • Næsti dálkur sýnir úttekið orlof frá 1. maí skráð á launalið 9299
  • Þriðji dálkurinn sýnir samtölu fyrstu tveggja dálka sem er samtala orlofs til úttektar.
  • Fjórði dálkurinn sýnir áunnið orlof frá 1. maí sem sótt er á launalið 9280
  • Dálkurinn þar á eftir sýnir fjölda orlofstíma sem hafa verið gerðir upp hjá starfsmanni.
  • Að lokum kemur samtölu dálkur sem leggur saman orlof til úttektar og áunnið orlof frá 1. maí og dregur frá uppgerða tíma.


Þessi skýrsla er einnig aðgengileg undir aðgerðarhjóli í launaskráningu starfsmanna, sjá hér: Orlofstímar - Listinn orlfofsstaða í launaskráningu