Launaseðlar í tölvupósti

Launaseðlar í spjaldi starfsmanna

Í hliðarvali > Starfsmenn eru vistaðir launaseðlar aðgengilegir hjá hverjum starfsmanni í spjaldinu Launaseðlar, sjá mynd.

 

Hægra megin í spjaldinu er listi yfir alla launaseðla sem vistaðir hafa verið niður fyrir þennan starfsmann. Ein eða fleiri línur valdar og smellt á hnappinn Skoða til að opna valda seðla á PDF formi. Ef margir launaseðlar eru valdir koma þeir allir í eitt PDF skjal sem hægt er að senda áfram í tölvupósti.

Til að senda launaseðla í tölvupósti er smellt á umslagið með grænu örinni

Sjálfgefið kemur upp Netfang starfsmanns úr spjaldinu Starfsmaður ef ekkert er skráð í það svæði er Netfang vinna sótt, ef netfang er ekki heldur skráð þar kemur gildið tómt og hægt að handskrá.

Netfang sendanda er hægt að skrá í Stillingar - Gildi Email.PaySlip.From og netfang í gildi. Ef þessi stilling er ekki inni er notað það netfang sem skráð er í Email.From. Hægt er að opna innslátt með því að tvísmella á “Frá” og skrá inn annað netfang sem sendanda.

PDF skjal vistast niður í Temp file á tölvu notandans en eyðist aftur út þegar Preview glugga er lokað.