Laun 19.5.2
Samþykkt launa - uppfærist ekki ef laun verða núll
Ef búið var að stofna samþykkt launa og öllum launafærslum svo eytt út í skráningu launa hjá ákveðnum launamanni og samþykktin stofnuð aftur þá uppfærðist launasamþykktin ekki hjá þessum launamanni. Þetta hefur nú verið lagað þannig að ef launum er eytt og samþykktin svo stofnuð aftur þá kemur launamaðurinn ekki í samþykktina.
Samþykkt launa - svar dálkur fyrir launafulltrúa
Bætt var við svar dálki þar sem launafulltrúi getur skráð athugasemdir sem samþykkjandi sér.
Skattkort yfir áramót - hliðarvalmymd
Aðgerðin “Skattkort yfir áramót” er nú komin í valmyndina til vinstri undir Laun - Aðgerðir. Textanum var aðeins breytt sem kemur þegar þessar aðgerðir eru framkvæmdar.
Þrepaskattur - 3 þrep
Útreikningur á staðgreiðslu í 3 þrep yfirfarinn og lagað í samræmi við önnur þrep.
Launtöflur í launaáætlun
Ef launatafla sem á að taka gildi á áætlunarárinu var merkt af tegundinni áætlun kom ekki réttur taxti þegar rauntölur voru sóttar í áætlun, þetta hefur nú verið lagað.
Fríska í fyrirtækjalista
Það virkaði ekki að fríska fyrirtækjalista með nýja valskjánum, þetta hefur nú verið lagað þannig að nú er hægt að fríska.
Starfsaldur eða persónuálag á launaseðli í heimabanka
Í síðustu útgáfu var því bætt við að hægt væri að sýna starfsaldur eða persónuálag á launaseðli. Nú er einnig búið að gera breytingar á stílsniði sem er fyrir launaseðla í heimabanka. Þeir sem ekki ætla nýta sér þessa virkni þurfa engu að breyta. Þeir sem vilja nýta sér þetta þurfa að setja inn stillingu í Gildi PaySlip.Stylesheets.Default
001 = óbreytt
002 = starfsaldur
003 = persónuálag
004 = bæði starfsaldur og persónuálag
Skoða vistaða launaseðla í skjalaskáp
Ef valið var að skoða fleiri en einn launaseðil í einu hjá sama starfsmanni komu sumir launaseðlar tvisvar, þetta hefur nú verið lagað.
Dálkalistar - bæta við svæðum í Velja svið
Bætt var við svæðinu Teljari og Ávinnsla þannig að núna er hægt að nota dálkalista til að skoða skuldbindingu með niðurbroti á númer ávinnslna.
Bunkainnlestur - leyfa leiðréttingar
Það datt út að hægt væri að leiðrétta færslur í bunkainnlestri en það hefur nú verið lagað. Ef færsla kemur á villu eða einhverju þarf að breyta í bunka áður en hann er lesinn inn í skráningu launa þá er hægt að laga og lesa svo þær færslur sem komu á villu.
Sjá nánar í handbók Bunkainnlestur
Kjararannsóknarskýrsla - dagsetning í txt.skrá
Þegar færslurnar eru sendar í skrá þá koma jafn margar færslur og fjöldi tildagar-mánaðar eru skráðar á starfsmann. Tildagur er notaður til að finna frádag og tildag þar sem frádagur er þá fyrsti dagur mánaðar og tildagur sá síðasti.
Launamiðar í skýrslu
Í skýrslu sem sýnir launamiða fyrir hvern starfsmann kemur nú heiti lífeyrissjóða.
Skráarheiti bókunarskráa
Þegar bókhaldsskrá fyrir skuldbindingu er send kemur heitið nú sjálfgefið með heiti fyrirtækis, heiti útborgunar og textan skuldbinding sem aðgreinir þá bókhaldsskrá fyrir laun og skuldbindingu.
Skattkort - Gildir frá í spjaldi starfsmanns
Þegar ný færsla fyrir skattkort var stofnuð þurfti hún að vera í gildi 1. dag mánaðar, þessu hefur nú verið breytt þannig að ekki skiptir máli á hvaða degi innan launatímabils skattkortið tekur gildi. Gildir frá dagsetning í skattkortaspjaldi hefur ekki áhrif á fyrir hve marga daga persónuaflsáttur reiknast fyrir. Ef færsla gildir t.d frá 15.okt þá reiknast persónuafsláttur fyrir heilan mánuð ef dagsetning í síðast notað er tómt eða með 30.sept. Dagsetning í síðast notað hefur áhrif á fyrir hve margar daga persónuafsláttur reiknast.
Launatöflur - fríska og format á dagsetningu
Þegar launatafla er hækkuð þá er nú hægt að skrá dagsetningu í Gildir frá án þess að skrifa punkt á milli í dagsetningu. Til þess að sjá nýju launatöfluna í trénu vinstramegin undir samningi er hægt að smella á fríska hnapp efst í skjámynd.
PayAnalytics - vefþjónusta
Í boði er nú að senda skýrsluna Jafnlaunavottun með vefþjónustu yfir í PayAnalytics. Þeir sem vilja nýta sér þessa vefþjónustu er bent á að senda beiðni á service@origo.is
Bókun skuldbindinga - val um númer ávinnslna
Í valskjá fyrir bókun útborgunar var bætt við svæði fyrir númer ávinnsluliðar þannig að nú er hægt að bóka fyrir ákveðnar ávinnslur/skuldbindingu.
Þetta er gert fyrir þá viðskiptavini sem bóka aðeins orlofsskuldbindingu, en ekki skuldbindingu vegna uppbóta.
Röðun fastra launaliða
Í spjaldinu fastir launaliðir raðast nú launaliðir eftir dagsetningum þannig að þær færslur sem eru í gildi koma efst